Umhverfisnefnd

54. fundur 11. desember 2006 kl. 22:07 - 22:07 Eldri-fundur

54. fundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar 20. maí 2003.

 

Sveitarstjóri setti fund kl. 20.40 og gerði grein fyrir eftirtöldum breytingum, sem orðið hafa á skipan nefndarinnar:

Sigmundar Guðmundssonar hefur tekið við formannsstarfinu í stað Guðbjargar Grétarsdóttur, sem flutt hefur úr sveitarfélaginu. Hjörtur Haraldsson tekur sæti í nefndinni sem aðalmaður í stað Guðbjargar Grétarsdóttur.

þá tók formaður við fundarstjórn og fól Matthildi ástu Hauksdóttur að annast fundarritun og var síðan gengið til dagskrár.


1. "Skipulag sorphirðu og förgunar í Eyjafirði - meginlínur."
Nefndin fagnar þeim áherslum sem lagðar eru í greinargerðinni og hvetur til þess að áfram verði unnið að mótun þeirra og gerir ekki við þær athugasemdir. Jafnframt hvetur nefndin til þess að Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. beiti sér fyrir stóraukinni fræðslu um flokkun og meðferð sorps.

 

2. Sandtaka úr Eyjafjarðará
Nefndin samþykkir erindi frá landeigendum Eyrarlands og Syðri-Varðgjár um sandtöku úr Eyjafjarðará að austan að uppfylltum sömu skilyrðum og í fyrri leyfum, sem veitt hafa verið til sandtöku á svæðinu. Nefndin mælist til þess að sveitarstjórn beiti sér fyrir fyrir því að settar verði samræmdar reglur um sandtöku á umræddu svæði. Nefndin leggur til að sandtaka sé í straumfarvegi árinnar til að tryggja endurnýjun við Eyrarland.

 

3. Umhverfisverkefni Landsvirkjunar
Nokkrar umsóknir bárust um aðstoð vinnuhópa Landsvirkjunar við umhverfisverkefni. Sveitarstjóri kynnti verkefnin og flest bendir til að umsóknirnar verði samþykktar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.

 
Matthildur ásta Hauksdóttir
Sigmundur Guðmundsson
Hjörtur Haraldsson
Guðrún Harðardóttir

Getum við bætt efni síðunnar?