Umhverfisnefnd

55. fundur 11. desember 2006 kl. 22:07 - 22:07 Eldri-fundur

55. fundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar 13. september 2003.

Mættir eru: Matthildur Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Sigmundur Guðmundsson, Matthildur Hauksdóttir og Hjörtur Haraldsson.Markmiðið með þessum fundi er að setja umhverfisnefnd vinnureglur varðandi verðlaunaveitingu.

 

1. Hámark tvenn verðlaun. Annarsvegar fyrir bújörð, fyrirtæki og stofnun og hinsvegar yfir íbúðarhús og í kringum það.

 

2. Nefndin getur ákveðið að veita verðlaunin ekki ef enginn ber af í snyrtimennsku.

 

3. Nefndin ákveður að leggja niður hönnuð skilti sem veitt hafa verið og leggjum til að verðlaunin verið lítil plata með merki sveitarinnar og grafið texti og ártal á. Platan er síðan fest á verðlaunastaðinn það árið ásamt árituðu skjali.

 

Ræddum um njólaeyðingu og átak varðandi hann og ákváðum að ræða það síðar.

 

 

Fundi slitið.

Matthildur Hauksdóttir
Hjörtur Haraldsson,
Matthildur Bjarnadóttir
Guðrún Harðardóttir
Sigmundur Guðmundsson

Getum við bætt efni síðunnar?