Umhverfisnefnd

58. fundur 11. desember 2006 kl. 22:13 - 22:13 Eldri-fundur

58. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 19. nóv. 2003 kl. 20.30.

Mættir: Hjörtur Haraldsson, Sigmundur Guðmundsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Guðrún Harðardóttir.
Fundargerð skráði Guðrún Harðardóttir.

 

Dagskrá.

1. Færsla fundargerða
2. óshólmanefnd
3. Yfirlýsing um þagnarskyldu
4. Fundarboðun - varamenn
5. Starfsáætlun - fjárhagsáætlun


Afgreiðsla.

1. Færsla fundargerða
Rætt var um þau tilmæli sveitarstjórnar að nefndir skili fundargerðum í tölvutæku formi og vandi frágang þeirra.

 

2. óshólmanefnd
Rætt var um erindi sveitarstjórnar um að tilnefna einn fulltrúa í nefndina og var samþykkt að tilnefna Matthildi Hauksdóttur.

 

3. Yfirlýsing um þagnarskyldu
Lögð var fram yfirlýsing um þagnarskyldu er allir nefndarmenn undirrituðu.


4. Fundarboðun - varamenn
ákveðið var að boða til funda í nefndinni að jafnaði með viku fyrirvara og yrði það gert með tölvupósti. Boðun varamanna yrði á ábyrgð viðkomandi nefndarmanns með tilkynningu til skrifstofu um forföll.

 

5. Starfsáætlun - fjárhagsáætlun
Sigmundur og Hjörtur kynntu efni fundar er haldinn var s.l. mánudagskvöld þar sem fjallað var um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og þátt nefnda við gerð hennar. Nokkrar umræður voru um málefnið og varð að niðurstöðu að formaður nefndarinnar gengi á fund sveitarstjóra og aflaði frekari upplýsinga. Gert er ráð fyrir tveim fundum við gerð fjárhagsáætlunar og að þeir verði 1. og 4. desember n.k. kl. 20:30.
Guðrún vék af fundi kl. 21:50.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:15.

Getum við bætt efni síðunnar?