Umhverfisnefnd

62. fundur 11. desember 2006 kl. 22:15 - 22:15 Eldri-fundur

62. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 14. september 2004.

Mættir:  Hjörtur Haraldsson, Sigmundur Guðmundsson og Sigurgeir Hreinsson.
Fundargerð skráði Sigmundur Guðmundsson. Dagskrá.

1. ályktun vegna umgengni utanhúss
2. Viðurkenningar fyrir góða umgengni
3. önnur mál


Afgreiðsla.

1. í tilefni af umræðu á fundum umhverfisnefndar s.l. vor vegna umgengni utanhúss beinir nefndin því til sveitarstjórnar að gert verð átak í því að auðvelda bændum förgun á heyrúllum.  Nefndin álítur mikilvægt að heyrúllum verði fargað á umhverfisvænan hátt og æskilegt að þær verði nýttar til landgræðslu.  Nefndin leggur til að sveitarfélagið leiti til þeirra landeigenda er hafa yfir landi að ráða er hentar til uppgræðslu og æski leyfis til förgunar heys á landi þeirra.  þá leggur nefndin til að sveitarfélagið kanni hvort á vegum Vegagerðar ríkisins séu námur sem nýta mætti til förgunar heys og uppgræðslu samhliða.

þá beinir nefndin því til sveitarstjórnar að hún kanni hvort grundvöllur sé á að nýta þá þjónustu sem nýstofnað fyrirtæki Tæting ehf veitir. 

Nefndin lýsir ánægju með skipulag á brotajárnsmóttöku og hvetur til áframhaldandi móttöku á brotajárni. 


2. Rætt var um fyrirhugaða veitingu viðurkenninga vegna snyrtilegs umhverfis.  Mun nefndin hefja vinnu við könnun vegna þessa á næstunni.


3. önnur mál voru ekki rætt.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?