Umhverfisnefnd

159. fundur 16. febrúar 2022 kl. 15:00 - 16:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Valur Ásmundsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Drög að útboði vegna sorphirðu í Eyjafjarðarsveit - 2103018
Til fundarins mætti Smári Jónas Lúðvíksson verkefnisstjóri umhverfismála hjá SSNE. Fór hann yfir lagabreytingar sem taka munu gildi um næstu áramót er viðkoma fyrirkomulagi sorphirðu, gjaldtöku þess og innheimtu. Var það skoðað í samhengi við fyrirhugað útboð Eyjafjarðarsveitar og það fyrirkomulag sem lagt hefur verið upp með.
Þá kynnti Smári vinnu sem farin er í gang varðandi endurupptöku svæðisáætlunar fyrir Norðurland Eystra sem og mögulegs samstarfs vegna samræmingar á sorphirðu og útboðum því tengdu hjá sveitarfélögum í Eyjafirði.
Umhverfisnefnd hefur haft í undirbúningi útboð vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að útboði sé frestað þar til niðurstaða úr þessari vinnu liggur fyrir.

2. Kynningarfundur fyrir landeigendur hverfisverndarsvæðis Óshólma - 2202013
Ákveðið að halda fund með landeigendum hverfisverndarsvæðis Óshólma Eyjafjarðarár í byrjun mars. Tilefnið er að kynna fuglaskýrsluna sem út kom á síðasta ári og tilurð hverfisverndarsvæðisins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

Getum við bætt efni síðunnar?