Umhverfisnefnd

72. fundur 11. desember 2006 kl. 22:19 - 22:19 Eldri-fundur

72. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 29.nóvember 2005, kl. 20:30. 

Mætt: Guðrún Harðardóttir, Hjörtur Haraldsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir, Sigurgeir Hreinsson og Bjarni Kristjánsson.
Fundargerð skráði Guðrún Harðardóttir.


Dagskrá.

1. Fjárhagsáætlun rædd.
a)  Tillaga um skipulagða eyðingu kerfils og njóla. 
Ljóst er að þetta verður umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni.
Nefndin álítur að fyrsta skrefið sé heildarúttekt á umfangi og kostnaði við eyðingu njóla og kerfils.  Kallaðir verði til aðilar til að gera faglegt mat á því.
b) Niðurrif ónýtra húsa.
Nefndin leggur til að veittir verði styrkir til niðurrifs ónýtra húsa.  Skal fjárhæð hvers styrks miðast við kostnað við niðurrif allt að kr. 100.000, þó nánar samkvæmt verklagsreglum sem sveitarstjórn setur.
c)   Varðandi gámasvæði.
Færa þarf gámasvæðið við þverá til norðurs og stækka það.
Finna þarf nýtt svæði fyrir gámasvæðið við Laugaborg.
Auka þarf merkingar á gámum, þ.e. hafa nákvæmari merkingar um hvað megi fara í þá. Einnig að hafa símanúmer þjónustuaðilans ef tilkynna þarf um fulla gáma.
æskilegt er að brotajárns- og timburgámar verði áfram settir út að vori.


2. Endurskoðun á veitingu umhverfisverðlauna 2005 vegna athugasemdar sveitastjórnar við þá ákvörðun að veita ekki umhverfisverðlaun árið 2005.
Við nánari skoðun var ákveðið að veita Fallorku ehf. vegna Djúpadalsárvirkjunar I, umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2005 fyrir góðan frágang á landi og umhverfi virkjunarinnar.  Stefnt er að því að veita umhverfisverðlaunin þann 8. des. nk.  á fundi atvinnumálanefndar í Funaborg.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.

Getum við bætt efni síðunnar?