Umhverfisnefnd

73. fundur 11. desember 2006 kl. 22:19 - 22:19 Eldri-fundur

73. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudagur 5. okt . 2006, kl. 20:00. 

Mætt:  Valgerður Jónsdóttir, Karl Karlsson, Sigurgeir Hreinsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

Formaður setti fund og ritari var skipaður Karl Karlsson.


1. Erindi Fallorku ehf. þess efnis að fyrirhuguð virkjunaráform fyrirtækisins verði sett inn í þegar auglýst drög að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.

Nefndin telur ekki rétt að þegar auglýstum drögum að aðalskipulagi verði breytt þar sem almenningi gæfist þar með ekki færi á að koma á framfæri athugasemdum.  í afgreiðslunni felst ekki afstaða til virkjunaráforma Fallorku.


2. Sveitarstjóri kynnti stöðu sorphirðumála og umræðu, sem fram hefur farið um þau mál á vettvangi héraðsnefndar og Sorpeyjar b.s. Einnig rætt um sorphirðu í Eyjafjarðarsveit, flokkun og samsetningu gjaldskrár, söfnun spilliefna  o. fl.Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.10

Getum við bætt efni síðunnar?