Umhverfisnefnd

75. fundur 15. mars 2007 kl. 10:10 - 10:10 Eldri-fundur
75. fundur umhverfisnefnd haldinn í Gróðrastöðinni á Akureyri  12.  mars 2007 kl. 14.00

Mættir: Valgerður Jónsdóttir, Sigurgeir Hreinsson, Brynhildur Bjarnadóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

1. Dagur umhverfisins, 25. apríl
Dagur umhverfisins 25. apríl – tileinkaður hreinni orku og loftslagssmálum.
Almennt rætt um umgengnismál, hreinsunarátak og jarðgerðarstöð.
Drög að dagskrá fyrir kvöldstund í Laugarborg 25. apríl, kolefnisbinding, samgöngur og sorpmál.
Rætt um sorpmál í sveitafélaginu: hvernig er sorpið samansett, almennt skipulag á sorphirðu, hvetja til betri umgengni. Rætt um að Umhverfisnefnd sendi almenna hvatningu, með tilvitnanir í lög til að hvetja til betri umgengni.
Koma þarf upplýsingum um sorphirðu fyrir þá sem nýfluttir eru í sveitafélagið.
Rætt um sandtöku í Eyjafjarðará.

2. Njóli og kerfill
Njóli og kerfill - fundur með sérfræðingum verður í mars um þessi mál. Reyna að sporna við frekari útbreiðslu kerfilsins frekar en að ráðast á hann þar sem hann er mestur.

3. Annað
Rætt um hlutverk Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar og Umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar. Fyrirspurnir um styrk til niðurrifs gamalla húsa.


Valgerður Jónsdóttir
Sigurgeir Hreinsson
Brynhildur Bjarnadóttir

Getum við bætt efni síðunnar?