Umhverfisnefnd

81. fundur 21. febrúar 2008 kl. 14:17 - 14:17 Eldri-fundur
81. fundur umhverfisnefnd Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi,fimmtudaginn 14. febrúar 2008 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bjarni Kristjánsson,

Fundargerð ritaði: Brynhildur Bjarnadóttir ,


Dagskrá:

1. 0801018 - Drög að samningi Flokkunar ehf og Eyjafjarðarsveitar um úrgangsstjórnun ásamt fygiskjölum
Nefndin telur ekki ástæðu til að gera efnislegar athugasemdir við drög að samningi um úrgangsstjórnun en bendir á að sveitarfélög þurfa umþóttunartíma hvað varðar skipulag flokkunar úrgangs. Einnig gerir nefndin athugasemd við ákvæði um stuttan uppsagnarfrest samnings, sem nefndin telur of skamman. Nefndin hvetur ennfremur sveitarstjórn til að hefja þegar viðræður við Flokkun ehf um skipulag og framkvæmd sorphirðunnar miðað við þær kröfur sem gerðar eru um flokkun úrgangs.

2. 0711031 - Eyðing kerfils
Lögð fram drög að aðgerðar- og kostnaðaráætlun fyrir sumarið. Samþykkt að halda kynningarfund með landeigendum í mars/apríl. ákveðið að senda út auglýsingu í sveitapóstin um fyrirhugaðar framkvæmdir.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45
Getum við bætt efni síðunnar?