Umhverfisnefnd

85. fundur 27. október 2008 kl. 12:49 - 12:49 Eldri-fundur
85. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 16. október 2008 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Sigurgeir Hreinsson, Valgerður Jónsdóttir,
Fundargerð ritaði:  Brynhildur Bjarnadóttir , ritari

Dagskrá:

1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
Umhverfisnefnd hefur fengið til umsagnar matsskýrslu vegna óskar um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku í landi Hvamms. í skýrslunni kemur fram að óskað er eftir leyfi til að opna námu vegna efnistöku m.a. vegna lengingar Akureyrarflugvallar. Ljóst er að ekki eru lengur forsendur fyrir því að efni verði tekið til lengingar flugvallarins en matsskýrslan byggir að miklu leyti á þeirri forsendu.
Umhverfisnefnd telur að forsendur skýrslunnar hafi breyst og telur ekki ástæðu til að mæla með opnun efnistökunámu á þessum stað. Ljóst er að náman mun hafa umtalsverð áhrif á umhverfið þar sem hún yrði í næsta nágrenni við eitt fjösóttasta útivistarsvæði landsmanna. Náman myndi einnig blasa við aðkomuleið þeirra sem koma loftleiðina til Akureyrar.
Vissulega eru góð umhverfisleg rök fyrir því að flytja þurfi efni sem styst til framkvæmda en ekkert liggur fyrir um notkun efnis úr þessari fyrirhuguðu námu í framtíðinni.


2.    0809021 - Umhverfisverðlaun 2008
ákveðið að veita tveimur aðilum umhverfisverðlaun ársins 2008. Verðlaun verða veitt síðar.


3.    0810008 - Starfssvið umhverfisnefndar
Rætt var um starfssvið umhverfisnefndar. Nefndin beinir þeim tilmælum til sveitastjórnar að nefndinni verði ávallt send til umsagnar þau erindi er varða umhverfismál í sveitafélaginu.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   11:55
Getum við bætt efni síðunnar?