Umhverfisnefnd

88. fundur 10. september 2009 kl. 11:24 - 11:24 Eldri-fundur
88. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 9. september 2009 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Sigurgeir Hreinsson, Valgerður Jónsdóttir, Jónas Vigfússon,

Fundargerð ritaði:  Brynhildur Bjarnadóttir , ritari

Dagskrá:

1.     0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Grettir Hjörleifsson skýrði nefndinni frá árangri átaksverkefnisins í sumar. úðað hefur verið víða á vegsvæðum sveitarfélagsins. Einnig hafa landeigendur hafa lagt mikið af mörkum og látið úða sitt land á eigin kostnað. Nefndin þakkar Gretti vel unnin störf.
ákveðið að sækja um áframhaldandi fjárveitingu til verkefnisins á fjárlögum.
         
2.     0903018 - Tillaga að sorphirðu í Eyjafjarðarsveit
Sveitastjóri skýrði frá stöðu sorpurðunarmála. Framundan er hluthafafundur Flokkunar EHF. Sveitastjórn hefur nú þegar óskað eftir fundi með forráðamönnum Flokkunar EHF, sá fundur hefur ekki verið haldinn enn. Umhverfisnefnd óskar eftir að verða upplýst um gang mála og að fulltrú nefndarinnar fái að sitja fundinn. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði leiða til að nýta sorp úr Sveitafélaginu í jarðgerðarstöðina á þveráreyrum.
         
3.     0908017 - Umhverfisverðlaun 2009
ákvörðun var tekin um veitingu umhverfisverðlauna árið 2009. Nefndin leggur til að sú hefð að veita verðlaunin árlega verði endurskoðuð.
 
 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.  
Getum við bætt efni síðunnar?