Umhverfisnefnd

91. fundur 09. febrúar 2010 kl. 11:27 - 11:27 Eldri-fundur
91 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, mánudaginn 8. febrúar 2010 og hófst hann kl. 14:00.

1.     0912015 - Umhverfisvottun íslands - kynning Náttúrustofu Vesturlands á verkefninu
Erindið er lagt fram til kynningar. Reiknað er með að verkefnið verði fjármagnað úr ríkissjóði. Umhverfisnefnd telur verkefnið jákvætt og mælir með því að fylgst verði með framgangi þess.
         
2.     1002003 - Yndisgróður í Eyjafjarðarsveit
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað. Sveitafélagið hefur ekki yfir að ráða landssvæði sem hentar undir það trjá- og runnasafn sem óskað er eftir. Auk þess fylgir verkefninu talsverður kostnaður, en nefndin telur að önnur umhverfisverkefni séu meira aðkallandi, t.d úrbætur á skólalóð.
         
3.     0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Nefndin gerir nokkrar athugasemdir við skýrsludrögin og sveitastjóra er falið að koma þeim á framfæri. Tillögur skýrslunnar eru m.a. byggðar á skýrslu um heildarúttekt Veiðimálastofnunar á mögulegum efnistökusvæðum á vatnasvæði árinnar. Markmið tillagnanna er að samþætta ólíka hagsmuni og bæta með skipulegum hætti umgengni við Eyjafjarðará og lífríki hennar. Nefndin leggur einnig til að sveitastjórn endurskoði reglur varðandi veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku með það að markmiði að tryggð verði góð umgengni um ána og að tímamörk og magn efnistöku verði virt.

Varðandi efnisnámu í landi Hvamms ítrekar nefndin afstöðu sína sem fram kom í bókun fundar nr. 85, dags 23. 10. 2008.
         
4.     1002005 - Fuglatalning á óshólmasvæðinu
Erindi hefur borist frá umhverfisnefnd Akureyrar um fuglatalningu á óshólmasvæðinu vorið 2010. Lagt er til að Eyjafjarðarsveit greiði þriðjung kosnaðar við þessa talningu. áætlaður heildarkostnaður er 2.2 milljónir. Nefndin leggur til að fallist verði á erindið. Talning á fuglum á svæðinu hefur ekki farið fram síðan árið 2000. Nauðsynlegt er að meta ástand fuglastofna nú til að skoða þau áhrif sem orðið hafa samfara breytingum á svæðinu undanfarin ár.
         
Fundarlok kl. 15:45

Getum við bætt efni síðunnar?