Umhverfisnefnd

100. fundur 13. október 2010 kl. 11:12 - 11:12 Eldri-fundur

100 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 12. október 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Umhverfisnefnd tekur undir bókun skipulagsnefndar varðandi svæði ES21, ES6, ES7, ES19 og ES24.
Hvað varðar svæði ES22 þá tekur nefndin einnig undir afstöðu skipulagsnefndar. Aftur á móti hefur borist nýtt erindi frá landeigendum í Hvammi um sprenginámu á öðrum stað (í Syðri Pollaklöpp). Nefndin leggur til að þessari nýju námu verði bætt inn í umhverfisskýrslu áætlunarinnar til að auðvelda afstöðu til erindisins. í umhverfisskýrslunni komi fram nánari upplýsingar svo sem um stærð námunnar, vinnslutíma og fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir.

   
2.  1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
Rætt var um útfærslu á sorphirðu í sveitarfélaginu og ákveðið að gera könnun á viðhorfi íbúa til nokkurra valkosta.

   
3.  0901023 - Megináherslur í úrgangsmálum
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:45

Getum við bætt efni síðunnar?