Ungmennaráð

1. fundur 13. febrúar 2015 kl. 13:06 - 13:06 Eldri-fundur

1. fundur Ungmennaráð haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. febrúar 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Haukur Sindri Karlsson aðalmaður, Halldóra Snorradóttir aðalmaður, Ólafur Sigurðsson aðalmaður, Bjarney Guðbjörnsdóttir aðalmaður, Ísak Godsk Rögnvaldsson varamaður, Valdís Sigurðardóttir varamaður, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir varamaður, Kristján Hjalti Sigurðsson varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson .

Dagskrá:

1. 1502013 - Eyjafjarðarsveit - Kynnin á FabLab
Fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð og Akureyrarstofu kynntu starfsemi FabLab sem ráðgert er að setja upp í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

2. 1502014 - Eyjafjarðarsveit - Kynning á starfsemi ungmennaráða
Farið var yfir erindisbréf og hlutverk ráðsins.

3. 1502015 - Ungmennafélag Íslands - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði (Margur verður af aurum api) sem haldin verður í Stykkishólmi 25.-27. mars var kynnt og óskað eftir áhugasömum um þátttöku. Kostnaður verður greiddur af Eyjafjarðarsveit. Þeir sem hafa áhuga þurfa að láta Ingibjörgu Isaksen vita ekki seinna en 18. febrúar.

4. 1502016 - Eyjafjarðarsveit - koning formanns og ritara ungmennaráðs
Formaður ungmennaráðs var kosin Bjarney Guðbjörnsdóttir og til vara Ísak Godsk Rögnvaldsson.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

Getum við bætt efni síðunnar?