2. fundur Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 25. janúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Ingibjörg Ólöf Isaksen, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri, Ísak Godsk Rögnvaldsson, aðalmaður, Sólveig Lilja Einarsdóttir, varamaður, Skírnir Már Skaftason, varamaður, Eva Líney Reykdal, aðalmaður, Aldís Vaka Sindradóttir, aðalmaður, Hinrik Örn Brynjólfsson, varamaður og Gottskálk Leó Geirþrúðarson, varamaður.
Fundargerð ritaði: Eva Líney Reykdal Ritari.
Fyrsti fundur nýskipaðs ungmennaráðs. Nefndin skipti með sér verkum og er Ísak Godsk formaður og Eva Líney ritari.
Ráðið samþykkir dagskrárafbrigði og er tekið á dagskrá mál nr. 1801030, Landsþing ungmennahúsa.
Dagskrá:
1. Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis - 1801006
Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar fagnar framkomnum tillögum um að kosningaréttur til sveitarstjórnarkosninga verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár. Hins vegar telur ungmennaráð að ótímabært sé við núverandi aðstæður að lækka kosningaaldur í 16 ár. Ungmenni gætu verið meira í stakk búin til stjórnmálaþátttöku 17 ára.
Í umræðum á fundi ungmennaráðs Eyjafjarðarsveitar kom fram að það er vandmeðfarið að kynna/fræða ungmenni um stjórnmál á hlutlausan hátt. Rétt væri að flutningsmenn tillögunnar gerðu grein fyrir með hvaða hætti fræðslan ætti að vera.
Flutningsmenn lagafrumvarpsins taka undir það sjónarmið í greinargerð, að til að styðja við lýðræðisþátttöku yngstu kjósendanna, sé lykilatriði að gera bragarbót í fræðslu um lýðræðis- og stjórnmál. Það verði gert meðal annars með því að tryggja aðgengi að upplýsingum í samræmi við þroska barna og aldur, eins og segir í greinargerð með lagafrumvarpinu. Þessu er ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar sammála.
Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar skorar á flutningsmenn lagafrumvarpsins að móta heilsteypta tillögu um kosningarétt fólks frá 17 ára aldri, sem felur í sér að stjórnvöld hrindi því í framkvæmd að tryggja fræðslu um lýðræðis- og stjórnmál, þannig að ungir kjósendur fái nauðsynlegan undirbúning og tækifæri til að taka afstöðu til kosningamála. Með því sýnir löggjafinn að hugur fylgi máli í þessu réttindamáli ungmenna.
Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar mælir með því að áfram verði unnið að því að lækka kosningaaldur úr 18 árum niður í 17 ár, en telur að málið gæti verið betur undirbúið með tilliti til fræðslu.
2. Landsþing ungmennahúsa 2018 - 1801030
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar kynnti erindi frá Samfés dags. 25. janúar vegna Landsþings ungmennahúsa. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:34