Ungmennaráð

3. fundur 21. mars 2019 kl. 08:20 - 08:20 Eldri-fundur

3. fundur Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 20. mars 2019 og hófst hann kl. 16:30.

Fundinn sátu:
Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Jón Stefánsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Oddur Hrafnkell Daníelsson, Ísak Godsk Rögnvaldsson, Jakob Ernfelt Jóhannesson, Írena Rut Sævarsdóttir, Áslaug María Stephensen, Ágúst Máni Ásgrímsson og Bergþór Bjarmi Ágústsson.
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

3. UMFÍ - ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, 21.-23. mars 2018 - 1804004
Lagt fram til kynningar.

1. Kosning formanns og ritara ungmennaráðs - 1903022
Kosning formanns og ritara Ungmennaráðs.
Ungmennaráð kýs Odd Hrafnkel Daníelsson fyrir formann og Ísak Godsk Rögnvaldsson fyrir varaformann.

2. UMFÍ - Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2019 - 1902006
Boðsbréf frá UMFÍ á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði.
Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður í Borgarnesi 10.-12. apríl var kynnt og óskað eftir áhugasömum um þátttöku. Kostnaður verður greiddur af Eyjafjarðarsveit. Þeir sem hafa áhuga þurfa að láta Ernu Lind vita ekki síðar en 21.mars.

4. Umboðsmaður barna - Þing um málefni barna í nóvember 2019 - 1901015
þing um málefni barna í nóvember 21.-22. nóvember 2019, skipun tengiliðar.
Erindið lagt fram til kynningar og Erna Lind skipaður tengiliður Ungmennaráðs vegna þingsins.

5. Ákvörðun um fundartíma Ungmennaráðs - 1903021
Ákvörðun um fundartíma ungmennaráðs.
Ungmennaráð samþykkir að funda þrisvar sinnum á ári. Í október, febrúar og maí og verða fundir haldnir klukkan 16:30.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?