Ungmennaráð

4. fundur 14. júní 2019 kl. 09:16 - 09:16 Eldri-fundur

4. fundur Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Jón Stefánsson, Finnur Yngvi Kristinsson, Oddur Hrafnkell Daníelsson, Ísak Godsk Rögnvaldsson, Gottskálk Leó Geirþrúðarson, Ágúst Máni Ásgrímsson og Bergþór Bjarmi Ágústsson.
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Símanotkun í grunnskóla - 1904014
Ungmennaráð er sammála því að símar hafa truflandi áhrif á skólastarfið, bæði í tímum sem og utan þeirra en benda einnig á að símanotkunin hafi áhrif á félagslífið og oft sitji krakkar í símunum á bókasafni án mikilla samskipta í frímínútum þó vissulega séu margir sem stundi t.d. íþróttir í sínum frímínútum. Stundum er þessi símanotkun þó hluti af félagsstarfinu.
Ungmennaráð telur að gott sé að hafa einhverjar reglur um notkun síma í skólanum en bendir á að erfitt getur verið að fylgja þeim eftir. Bent er á að lykilatriði sé líklega að nemendur hafi hver og einn læsta hyrslu sem þeir geti geymt síma sína í, það verði muni skila betri árangri heldur en að þeir séu í sameiginlegri geymslu.
Ungmennaráð finnst æskilegt að vita hvernig gengið hefur hjá öðrum skólum og hvernig það hefur verið útfært, þá bendir ráðið á að gott sé að vera í samskiptum við nemendur um hverskins útfærslur sem komið gætu til greina.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Getum við bætt efni síðunnar?