Ungmennaráð

7. fundur 08. nóvember 2023 kl. 12:00 - 12:54 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Elfa Rún Karlsdóttir
  • Heiðrún Jónsdóttir
  • Friðrik Bjarnar Dýrason
  • Frans Heiðar Ingvason
  • Haukur Skúli Óttarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Eyþór Daði Eyþórsson
  • Karl Jónsson
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar - 2306002
Ungmennaráð leggur til að umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar taki mið af tillögu nemendaráðs Hrafnagilsskóla við útfærslu á auknum opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar.
 
2. Erindisbréf ungmennaráðs - 2102022
Erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar. Ungmennaráð óskar eftir því að sveitarstjórn láti útbúa handbók um starfsemi ungmennaráðs sambærilegri þeirri sem gerð hefur verið í Mýrdalshreppi.
 
3. SSNE - Ungmennaþing 2023 - 2309027
Umræður um þátttöku Eyjafjarðarsveitar í ungmennaþingi SSNE 21. og 22. nóvember. Allir aðalmenn munu sækja þingið auk Eyþórs Daða umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar.
 
4. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Viðbygging Hrafnagilsskóla - Félagsmiðstöð - 2310033
Teikningar af viðbyggingu Hrafngilsskóla lagðar fram til kynningar.
 
5. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Stefnumótun fyrir frístundastarf barna- og unglinga í Eyjafjarðarsveit - 2310034
Ungmennaráð samþykkir að fara í stefnumótunarvinnu varðandi starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og starfsemi henni tengdri. Óskað er eftir samstarfi við sveitarstjórn og Hrafnagilsskóla við gerð stefnunnar.
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:54
Getum við bætt efni síðunnar?