Velferðar- og menningarnefnd

1. fundur 22. ágúst 2022 kl. 16:30 - 19:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Sigurður Eiríksson
  • Jónas Vigfússon
  • Margrét Árnadóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Helga Berglind Hreinsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir ritari

Dagskrá:

1. Kosning ritara nefndarinnar - 2103006
Formaður leggur fram tillögu um að Sunna Axelsdóttir verði ritari nefndarinnar og er það samþykkt.

2. Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi - 2208014
Farið yfir stafrænt umhverfi og skipulag nefndarinnar.

3. Erindisbréf Menningar-, lýðheilsu- og félagsmálanefnd - drög - 2208004
Farið yfir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi nefndarinnar. Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin.

4. Tímalína verkefna og fundir vetrarins - 2208015
Farið yfir komandi verkefni og fundir vetrarins ákvarðaðir. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn þann 5. september.

Nefndin gefur formanni umboð til þess að annast undirbúning fyrir skipun ritnefndar Eyvindar og til að auglýsa eftir umsjónaraðilum til þess að annast undirbúning 1. desember hátíðarinnar.

5. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2022 - 2208009
Nefndin samþykkir styrkbeiðni Aflsins, styrkfjárhæð kr. 100.000.

6. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni - 2208013
Styrkbeiðni Leikfélags Menntaskólans á Akureyri er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?