Velferðar- og menningarnefnd

4. fundur 26. janúar 2023 kl. 17:00 - 19:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Jónas Vigfússon
  • Margrét Árnadóttir
  • Halldóra Magnúsdóttir varamaður
  • Helga Berglind Hreinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helga Berglind Hreinsdóttir varamaður

Dagskrá:

1. ADHD samtökin - Styrkumsókn 2022 - 2211018
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá ADHD samtökunum sem tekur mið af því að auka getu samtakanna til að bæta fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Nefndin tekur jákvætt í erindi samtakanna og er opin fyrir samstarfi á breiðum grunni. Nefndin leggur til að erindið sé kynnt fyrir skólanefnd.

2. Hælið setur um sögu berklanna - Styrkumsókn vegna fræðsluheimsókna - 2212026
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Hælinu setur um sögu berklanna.
Helga Hreinsdóttir og Jónas Vigfússon víkja af fundi undir fundarliðum 2 til og með 7.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem umsóknarfrestur var út runninn. Nefndin bendir umsækjanda á að sækja um fyrir næstu úthlutun.

3. Erla Dóra Vogler - Styrkumsókn vegna nýárstónleika par exelans - 2212024
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Erlu Dóru Vogler fyrir hönd sviðslistahópsins Hnoðra í norðri.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði úthlutunarreglna.

4. Freyvangsleikhúsið - Styrkumsókn vegna tónleika fyrsta vetrardags 2022 - 2212023
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Freyvangsleikhúsinu.
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja tónleika Freyvangsleikhússins sem fram fór fyrsta vetrardag um 50.000 krónur vegna markaðskostnaðar.

5. Hrund Hlöðversdóttir - Styrkumsókn vegna viðburðar Í Laugarborg - 2212022
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Hrund Hlöðversdóttur.
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja Hrund Hlöðversdóttur um 100.000 krónur vegna tónlistaviðburðar og upplestrar í Laugarborg.

6. Brunirhorse - Styrkumsókn vegna kynningarefnis 2023 - 2212021
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Brunirhorse.
Berglind Kristinsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að styrkja sýningu á grafíkverkum í listaskálanum á Brúnum um 50.000 krónur vegna markaðskostnaðar.

7. Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir, 100 ára saga félagsins - 2212020
Nefndin tekur til afgreiðslu styrkumsókn frá Kvenfélaginu Hjálpinni vegna bókaútgáfu.
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélagið Hjálpina um 200.000 krónur vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir.

8. Gjaldskrá um akstursþjónustu - 2209016
Sveitarstjórn óskar eftir tillögum að nálgun hámarksgjalds fyrir akstursþjónustu á hverju tímabili frá Velferðar- og menningarnefnd samanber tillögu nefdarinnar og felur sveitarstjóra að vinna að málinu með nefndinni.
Málinu frestað.

9. Bjartur lífsstíll - 2209015
Í haust var sameiginlegur fundur með fulltrúum frá Velferðar og menningarnefndar, eldri borgurum og ungmennafélaginu ásamt Helgu Sigfúsdóttur og Ernu forstöðumanni íþróttamiðstöðvar. Úr þeim fundi var ákveðið að hefja verkefnið með tíma 1x í viku undir handleiðslu Helgu. Eldri borgarar hafa áhuga á framhaldi og vilja endurtaka sundleikfimi eins og Helga var með í haust til viðbótar við þennan tíma. Eldri borgarar hafa velt því fyrir sér með hvaða hætti væri hægt að hvetja sveitunga að mæta í þessa tíma og einnig bjóða upp á heilsutengda fræðslu þennan aldurshóp.

1. Um verkefnið | Bjartur lífsstíll (bjarturlifsstill.wixsite.com)
https://bjarturlifsstill.wixsite.com/bjartlif/sth-um-verkefnid

2. Leiðarvísir | Bjartur lífsstíll (bjarturlifsstill.wixsite.com)
https://bjarturlifsstill.wixsite.com/bjartlif/sth-leidarvisir
Formanni falið að stofna stýrihóp til að vinna að þessu verkefni.

10. Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit - 2010005
Sveitarstjóri kynnir verkefni sem sett hafði verið í gang árið 2020 í samstarfi við UMSE. Ætlunin var að gera lýðheilsukönnun meðal íbúa sveitarfélagsins og vinna í kjölfarið að líðheilsustefnu fyrir samfélagið.
Ákveðið að gera þessa könnun og fara yfir spurningar á næsta fundi.

11. Heilsueflandi samfélag - 1906003
Vorið 2016 gerði Eyjafjarðarsveit samning við Embætti Landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

Heilsueflandi samfélag (landlaeknir.is)
https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item28551/Heilsueflandi-samfelag

Heilsueflandi samfélag (island.is)
https://island.is/heilsueflandi-samfelag
Nefndin leggur til að settur verði saman stýrihópur sem fylgir verkefninu eftir.

12. Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2022 - 2212005
Nefndin fer yfir skýrslu Smámunasafnsins vegna sumarsins 2022.

Í skýrslunni kemur fram að viðburðir á árinu voru til að mynda páskaeggjaleit, Eyfirski safnadagurinn, árlegi pönnukökudagur safnsins, 19 ára afmæli safnsins og opinn dagur í sveitinni.

Alls komu 12 hópar á árinu sem er svipað og fyrir Covid en í júní kom fyrsti skólahópurinn með prófessor John Bodinger frá Bandaríkjunum.

Umfjallanir um safnið komu í nokkrum fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar sölu á Sólgarði og fram kemur í skýrslunni að gestir hafi almennt verið ósáttir við að það eigi að selja Sólgarð og að það stefni í að Smámunasafninu verði lokað.

Í skýrslunni kemur fram að heildarfjöldi gesta árið 2022 hafi verið 2.246, þar af hafi verið 147 erlendir ferðamenn.

Þá kemur fram að á vordögum hafi safnstýra fengið það mikla verkefni að yfirfara muni og koma þeim í viðeigandi ferli. Safnstýra hefur fengið ráðgjöf og aðstoð frá Minjasafninu á Akureyri, Minjaráði, húsanefnd Þjóðminjasafnsins og fleiri aðilum. Þjóðminjavörður ásamt yfirmanni safnadeildar safnsins komu í heimsókn og gáfu góð ráð.

Í skýrslunni kemur einnig fram að nokkuð er um merkilega muni í húsinu sem eru í eigu sveitarfélagsins en tilheyra ekki Smámunasafni Sverris Hermannssonar.

Í samantekt frá sveitarstjóra sem fylgir erindinu kemur fram að safnið sé að öllu jafna rekið með um 15 milljóna króna meðgjöf frá samfélaginu á ári hverju miðað við núvirði. Á núvirði sé uppsöfnuð meðgjöf samfélagsins með safninu frá opnun þess árið 2003 því um 300 milljónir króna. Þar kemur einnig skirt fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að safinu skuli varanlega lokað fyrir almenning og að opið sé á slíka umræðu við mögulega kaupendur hússins. Því sé haldið til haga í söluauglýsingu Sólgarðs sem gerir sveitarstjórn mögulegt að leggja mat á tilboð út frá framtíðarhugmyndum bjóðenda á nýtingu hússins en ekki eingöngu þeim fjármunum sem mögulegir kaupendur bjóða í það.

Í samantekt sveitarstjóra kemur þó einnig fram að aðilar séu meðvitaðir um að sú staða geti komið upp að ekki verði mögulegt að selja húsið með þeirri áherslu að safnið eða sýningin geti verið áfram í húsinu. Komi til þess þá þarf að taka upplýsta umræðu og formlegar ákvarðanir um hvernig nálgast skuli málið.
Skýrsla safnstýru og samantekt sveitarstjóra lögð fram til kynningar og kann nefndin þeim bestu þakkir fyrir.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?