Velferðar- og menningarnefnd

5. fundur 15. mars 2023 kl. 17:00 - 19:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Jónas Vigfússon
  • Sunna Axelsdóttir
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Hreiðar Fannar Víðisson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir ritari

Fundur Velferðar- og menningarnefndar var haldinn á Smámunasafni Sverris Hermannssonar.
Dagskrá:

1. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009
Fundarmenn fara í vettvangsferð um Smámunasafnið og ýmsar hirslur þess.

Húsnæði sveitarfélagsins að Sólgarði hefur nú verið selt og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi á 605. fundi sínum.

"Í ljósi mikils velvilja kaupanda af Sólgarði í garð Smámunasafns Sverris Hermannssonar og samfélagsins í Eyjafjarðarsveit samþykkir sveitarstjórn samhljóða að stuðla áfram að opnun sýningar Smámunasafns Sverris Hermanssonar áhugasömum til fróðleiks og gamans frá 1.júní til 10 september á árinu 2023. Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra jafnframt, í samstarfi við velferðar- og menningarnefnd, að leita skynsamlegra leiða til að halda sýningunni opinni á sambærilegan máta á ári hverju auk þess að tryggja aðgengi fræðimanna og skólahópa að sýningunni og safninu eftir því sem við á hverju sinni allt árið um kring.

Sveitarstjórn vill koma sérstökum þökkum til þeirra Kristjáns V. Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttir vegna þeirrar miklu velvildar sem þau sýna í garð samfélagsins með fyrirliggjandi samkomulagi um afnot af húsinu undir Smámunasafn Sverris Hermannssonar og þeirri sýn sem þau hafa um áframhaldandi nýtingu hússins fyrir samfélagið á komandi árum."

Sveitarstjóri fór yfir þá möguleika sem skoðaðir hefðu verið frá því að sveitarstjórn fjallaði um erindið. Var þar meðal annars velt upp þeim möguleikum að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að halda utan um starfsemi safnsins í sumar, semja við félagasamtök um opnun þess eða að semja við Minjasafnið um aðkomu þeirra að opnun sýningarinnar. Í öllum tilfellum mundi Minjasafnið halda áfram að veita faglegan stuðning fyrir safnið.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn, eftir skoðunarferð um safnið og umræðu um málið, að sveitarstjóri taki að sér að auglýsa eftir áhugasömum aðila til þess að taka að sér að sjá um sýningu Smámunasafns Sverris Hermannssonar sumarið 2023 á svipuðu formi og verið hefur undanfarin ár.
Samþykkt

2. Minjasafnið á Akureyri kynning á starfsemi - 2303008
Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri kynnir starfsemi safnsins fyrir fundarmönnum og aðkomu þess að Smámunasafni Sverris Hermanssonar.
Nefndin þakkra Haraldi fyrir góða kynningu á starfsemi Minjasafnsins og aðkomu þess að Smámunasafni Sverris Hermannssonar.
Samþykkt

3. Verðskrá leiguíbúða - 2302004
Á 604. fundi sínum bókaði sveitarstjórn eftirfarandi:

"Fyrir fundinum lá minnisblað sveitarstjóra varðandi verðskrá leiguíbúða.

Sveitarstjórn samþykkir nýja verðskrá fyrir leiguíbúðir og framsetningu hennar.

Í kjölfarið verði núverandi leigjendum tilkynnt um fyrirhugaða hækkun á leiguverði sem taki gildi í tveimur þrepum fyrir núverandi leigjendur annarsvegar eftir 12 mánuði og svo eftir 18 mánuði.
Allir nýir leigjendur fari strax á nýja verðskrá. Lagt er til að sveitarstjóri í samráði við framkvæmdaráð hafi heimild til að gefa allt að 25% afslátt af nýrri verðskrá ef ástand eigna er verulega ábótavant að loknu aðlögunarferli.
Gjaldskrá vegna félagslegs leiguhúsnæðis verði vísað til meðferðar hjá Velferðar- og menningarnefnd og taki gildi eftir yfirferð hennar og samþykkt sveitarstjórnar. Verðskráin taki gildi strax og núverandi íbúar byrji að greiða samkvæmt henni með sama aðlögunarfrest og aðrir leigjendur. Þá verði Velferðar- og menningarnefnd falið að yfirfara samþykktir sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði og sveitarstjóra falið að veita nefndinni þá aðstoð sem hún þarf við þá vinnu".
Velferðar- og menningarnefnd tekur tillögur að nýrri verðskrá vegna félagslegra leiguíbúða til umræðu og leggur til við sveitarstjórn að verðskráin verði samþykkt og hún innleidd á sama máta og verðskrá á almennum leigumarkaði.

Nefndin mun taka samþykktir sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði til umræðu á næsta fundi sínum.
Samþykkt


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?