Velferðar- og menningarnefnd

6. fundur 17. maí 2023 kl. 19:30 - 21:28 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Jónas Vigfússon
  • Sunna Axelsdóttir
  • Halldór Örn Árnason
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir
 
Dagskrá:
 
1. Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk - 2304032
Nefndin þakkar fyrir áhugaverða umsókn. Næsta úthlutun úr menningarsjóði er 1. nóvember 2023 og því er umfjöllun um umsóknina frestað og hún verður tekin til efnismeðferðar samhliða öðrum umsóknum þegar nær dregur úthlutunardegi.
 
2. Vinnuskóli 2023 - 2304034
Nefndin leggur til, að teknu tilliti til hlutverks vinnuskólans, verkefnastöðu undanfarin ár og tímafjölda sem boðið er upp á í sveitarfélögunum í kringum okkur, að tímafjöldi fyrir hvern aldursflokk verði allt að tvöfaldaður. Þá verði lögð áhersla á fræðsluhlutverk Vinnuskólans, varðandi öryggi í starfi, fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, fyrstu hjálp og fleira slíkt. Lagt er til að börnum á sama aldri sem starfa á öðrum vinnustöðum í sveitarfélaginu verði boðið upp á að sækja sömu námskeið og fræðslu.
 
5. Smámunasafn - umsóknir um rekstur - 2303023
Formaður kynnir stöðu mála varðandi rekstur Smámunasafnsins.
 
6. Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit - 2010005
Nefndin leggur til að verkefnið verði skilgreint fyrir 18 ára og eldri, en ekki með efra aldurstakmarki líkt og nú er.
 
Þá beinir nefndin því til skrifstofu sveitarfélagsins að kannað verði, t.d. hjá sveitarfélögum, Landlækni og RHA, hvernig slíkar kannanir hafa verið framkvæmdar í sveitarfélögum hér í kring svo unnt verði að setja upp staðlaða könnun sem hægt verði að nýta reglulega til samanburðar.
 
7. Öldungaráð - 2202017
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipað verði öldungaráð fyrir Eyjafjarðarsveit skv. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
 
8. Ungmennaráð - 2305019
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipað verði ungmennaráð fyrir Eyjafjarðarsveit skv. erindisbréfi sveitarstjórnar frá 22. september 2022.
 
3. Jafnréttisstofa - Kynjahlutföll í ráðum og nefndum sveitarfélaganna - 2304033
Lagt fram til kynningar.
 
4. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:28
Getum við bætt efni síðunnar?