Velferðar- og menningarnefnd

10. fundur 15. nóvember 2023 kl. 19:00 - 20:25 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Halldór Örn Árnason
  • Sunna Axelsdóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir ritari
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála tekin til umfjöllunar.
 
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Íþrótta- og tómstundastyrkur barna verði hækkaður úr kr. 35.000 í kr. 50.000. Þá leggur nefndin til að farið verði í vinnu við að útfæra nánar styrkveitingar úr sérstökum sjóði vegna keppnis- og æfingaferða í samvinnu við ungmennafélagið og aðra hlutaðeigandi aðila. Hámarksstyrkur úr þeim sjóði nú eru kr. 20.000.
 
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að horft verði til hóflegra breytinga á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis nú í ár vegna óhóflegrar verðbólgu undanfarinna mánaða. Leggur nefndin til að eftirfarandi gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar taki gildi þann 1.janúar 2024.
 
Fullorðnir
Eitt skipti - 1.050 kr. (5% hækkun)
10 miðar - 5.600 kr. (2% hækkun)
30 miðar - 14.200 kr. (1% hækkun)
Árskort - 34.000 kr. (3% hækkun)
Sturta - 500 kr. (engin breyting)
 
Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 350 kr. (engin breyting)
10 miðar - 3.000 kr. (engin breyting)
Árskort - 3.000 kr. (engin breyting)
 
Eldri borgarar 67
Eitt skipti - 470 kr. (4% hækkun)
10 miðar - 4.200 kr. (nýtt)
Árskort - 17.000 kr. (3% hækkun)
Sturta - 500 kr. (engin breyting)
 
Námsmenn (gegn framvísun á gildu skólaskírteini)
Árskort - 17.000 kr. (3% hækkun)
 
Leiga
Sundföt - 950 kr. (6% hækkun)
Handklæði - 950 kr. (6% hækkun)
Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.560 kr. (4% hækkun)
Sund og leiga á handklæði og sundfötum - 2.200 kr. (5% hækkun)
 
Íþróttasalur
Ein klukkustund 10.200 kr. (2% hækkun)
Tvær klukkustundir 15.200 kr. (1% hækkun)
Hver klukkustund umfram það 5.100 kr. (2% hækkun)
Fastur tími í sal yfir veturinn v/fótbolta og þ.h. 7.600 kr. (1% hækkun)
Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu er veittur 10% afsláttur.
Ef greitt er fyrir eina önn í einu er veittur 5% afsláttur.
 
Hyldýpi - Leiga
Ein klukkustund 2.000 kr. (engin breyting)
Tvær klukkustundir 3.500 kr. (engin breyting)
Hver klukkustund umfram það 500 kr. (engin breyting)
 
Tjaldsvæði
Gisting per mann 1.650 kr. (3% hækkun)
Rafmagn per sólarhring 1.050 kr. (5% hækkun)
 
Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:25
Getum við bætt efni síðunnar?