Sveitarstjóri

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Finnur Yngvi Kristinsson er fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ en lagði land undir fót og hefur búið í Garðabæ, Bandaríkjunum, Siglufirði og nú í Eyjafjarðarsveit. Hann er með MBA í verkefnisstjórnun úr Keller Graduate School og BS í stjórnun frá DeVry University frá Phoenix Arizona í Bandaríkjunum, menntaður iðnrekstrarfræðingur, rafmagnsiðnfræðingur og rafvirkjameistari.

Frá árinu 2009 starfaði Finnur Yngvi á Siglufirði þar sem hann leiddi ímyndaruppbyggingu, rekstur og markaðsmál Rauðku ehf. og Sigló Hótels ásamt eiginkonu sinni. Hann tók við starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar í september 2018.

Finnur Yngvi er kvæntur Sigríði Maríu Róbertsdóttur og eiga þau saman þrjú börn, Róbert Orra, Yngva Stein og Klöru Dís.

 

Síðast uppfært 20. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?