Ný heimasíða

heimasidan

Kæru sveitungar, ný heimasíða hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði og er tilgangur hennar að bæta aðgengi íbúa og annarra áhugasama að efni og upplýsingum sveitarfélagsins.

Við vonum að þið njótið þess að skoða nýjum heimasíðuna og von er á fleiri nýungum á hana á næstu misserum.

Þó má búast við að einhverjir sakni einhverju af gömlu heimasíðunni og viljum við þá endilega fá ábendingu til okkar um það sem betur má fara á emailið esveit@esveit.is.

Eins kunnum við mikils að meta að fá ábendingar ef þið rekist á villur eða annað slíkt á síðunni en ekki er ólíklegt að einhverjar hafi læðst með í þessu viðamikla verkefni.

Efst á síðunni eru fliparnir „Stjórnsýsla – Þjónusta – Mannlíf“ en undir þeim má nálgast allar upplýsingar sem finna má á síðunni.

Undir forsíðumyndinni eru síðan flýtileiðir á þær upplýsingar sem gestir síðunnar leita almennt mest að.

 

 

Síðast uppfært 09. október 2019
Getum við bætt efni síðunnar?