Menningarmál

Unglingastig Hrafnagilsskóla við varðeld að vetri

Menningarmálanefnd fer með málaflokk menninga-, lista- og félagsmála samkvæmt erindisbréfi sem má sjá hér. Fjölbreytt menningarstarf fer fram í Eyjafjarðarsveit og undir flipanum Mannlíf hér að ofan, má sjá hluta af félagsstarfssemi sveitarfélagsins.
Undir menningarmálanefnd fellur meðal annars umsjón félagsheimila sveitarinnar,  Smámunasafn Sverris Hermannssonar og utanumhald Tónlistarhússins Laugaborgar.

Árið 2008 var settur á stofn Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar sem heyrir undir menningarmálanefnd. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarverkefni í sveitarfélagin, með styrkjum til listamanna, félaga og fræðimanna, með framlagi til listaverkakaupa og jafnvel með því að fjármagna ákveðin sérverkefni. Reglur sjóðsins í heild má sjá hér.

Síðast uppfært 20. júní 2019
Getum við bætt efni síðunnar?