Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Athugið að frá og með janúar 2026 er ekki um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa forráðamenn rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.
• Forráðamenn skrá iðkendur í Abler kerfið í gegnum heimasíðu viðkomandi félags.
• Í skráningarferlingu, þar sem er m.a. gengið frá greiðslu námskeiðs geta forráðamenn valið að ráðstafa styrk iðkandans hjá viðkomandi félagi/deild/fyrirtæki rafrænt.
• Ekki er hægt að ráðstafa hærri upphæð til félags en námskeiðið kostar. Ef upphæð námskeiðs er hærri en ráðstöfunin er mismunur greiddur til félagsins.
• Þegar forráðamaður staðfestir þátttöku barns fær viðkomandi félag/deild/fyrirtæki og Eyjafjarðarsveit staðfestingu þar um.
• Eyjafjarðarsveit greiðir frístundastyrki til viðkomandi íþróttafélag/deild/fyrirtækis í byrjun hvers mánaðar fyrir skráða styrki mánuðinn á unda.
• Í kvittun til þátttakenda um námskeiðskostnað skal félag tilgreina hlut sveitarfélagsins í greiðslu vegna námskeiðsgjaldsins.
• Umsóknartímabilið er almanaksárið. Ónýttir frístundastyrkir flytjast/geymast ekki milli ára.
Listi yfir íþrótta- og tómstundafélög og fyrirtæki sem hægt er að nýta íþrótta- og tómstundastyrki Eyjafjarðarsveitar hjá:
- Ungmennafélagið Samherjar
- KA - Blakdeild
- KA - Handknattleiksdeild
- KA - Knattspyrnudeild
- KA - Júdódeild
- Skautafélag Akureyrar - Listhlaupadeild
- Skautafélag Akureyrar - Íshokkídeild
- Skátafélagið Klakkur
- Skíðafélag Akureyrar
- Þór - Handknattleiksdeild
- Þór - Hnefaleikadeild
- Þór - Píludeild
- Þór - Knattspyrnudeild
- Þór - Körfuknattleiksdeild
- Þór - Taekwondo deild
- Þór/KA
- STEPS Dancecenter ehf.
- Norður Akureyri
- World Class
Ný félög og fyrirtæki:
Nýjir aðilar sem óska eftir að taka við frístundastyrk Eyjafjarðarsveitar þurfa að sækja um það til forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar (itrottamidstod.forstodumadur@esveit.is) með nánari upplýsingum um frístundastarf viðkomandi aðila og ósk um að tengjast við kerfi Eyjafjarðarsveitar innan Abler skráningarkerfisins. Tenging við Abler-kerfið er skilyrði fyrir því að geta tekið við frístundastyrk.