Harmonikuball og fleira í Freyvangi

Nú er sko aldeilis tilefni til að dusta rykið af dansskónum og skella sér á ball. Harmonikudansleikur verður haldinn í Freyvangi laugardaginn 3.september. Húsið opnar kl. 20:00, ballið hefst kl. 21:00 og verður dansað til tvö. Þau sem halda uppi fjörinu verða Agnes og Elsa, með Einari og Braz.

Miðaverð kr.3.000.- barinn opinn, aldurstakmark 20 ára.