Kynning á fermingarfræðslu næsta vetrar

Stuttur kynningarfundur fer fram í Munkaþverárkirkju fimmtudagskvöldið 22. maí kl. 20:00. Öll ungmenni fædd árið 2012, foreldrar þeirra og forráðafólk eru hjartanlega velkomin. Farið verður yfir hvernig fræðslunni verður háttað næsta haust og vetur. Nýjungar kynntar, fermingardagar ræddir og öllum spurningum svarað. Hlakka til að sjá sem flest.

Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, S: 696-1112.