Litla tónleikaröð Hælisins - Eik og Guðjón

Velkomin á útitónleika í Hælisskotinu ef veður leyfir (annars bara inni) með yndislegu Eik og Guðjóni. Tónleikarnir eru í boði Hollvina Hælisins, enginn aðgangseyrir en við mælumst til þess að gestir kaupi sér kræsingar á kaffihúsi Hælisins 🙂


Eik Haraldsdóttir er söngkona frá Akureyri. Hún byrjaði ung í tónlist og hefur verið að flytja tónlist síðan 2013. Hún tók rytmískt framhaldspróf árið 2021 í tónlistarskólanum á Akureyri en hún kynntist djasstónlist almennilega þegar hún hóf nám við Listaháskóla Íslands. Guðjón Steinn Skúlason er fjölhæfur tónlistarmaður frá Reykjavík. Hann er menntaður í djass-saxófónleik, bæði úr Menntaskóla í Tónlist og Manhattan School of Music, en hefur auk þess gripið í klarinettu, þverflautu, píanó og bassa!