Þjóðbúningar á Laugalandi – helgin 16.-17. mars

Í 10 ár hafa verið saumaðir þjóðbúningar á Laugalandi einu sinni í mánuði, frá sept. til maí, undir dyggri leiðsögn Oddnýjar Kristjánsdóttur klæðskera, Kristín Vala Breiðfjörð leiðbeinir með baldýringu, flauelsskurð, knippl og fleira til að skreyta búningana. Fyrir þá sem langar til að koma sér upp þjóðbúningi eða læra fallegt handbragð þá eru þessar helgar til þess.

Kennsla hefst klukkan 10:00 laugardaginn 16. mars og stendur til klukkan 17:00, við tökum klukkutíma pásu frá klukkan 13:00 til 14:00. Kennsla á sunnudeginum hefst klukkan 10:00 og stendur fram til klukkan 17:00, við tökum matarpásu klukkan 13:00 til 14:00.

Frekari upplýsingar í síma 894-1064, eða í tölvupósti bergthorajohanns@gmail.com

F.h. Handraðans og Heimilisiðnaðarfélag Íslands,

Bergþóra Jóhannsdóttir.