Íþrótta- og tómstundamál

Eyjafjarðarsveit leggur áherslu á rækt við yngstu kynslóð sveitarfélagsins, bæði með öflugu skólastarfi og gróskumiklu íþrótta- og tómstundastarfi. Velferðar- og menningarnefnd fer með málaflokkinn og eru helstu verkefni nefndarinnar skilgreind í erindisbréfi. 

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd.

Athugið að frá og með janúar 2026 er ekki um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa forráðamenn rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum í gegnum frístundakerfið Abler.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging íþróttamannvirkja á svæðinu við Hrafnagilsskóla. Íþróttahúsið sjálft er allt hið glæsilegasta og salurinn löglegur til helstu keppnisíþrótta innanhúss. Húsið er notað til íþróttakennslu fyrir Hrafnagilsskóla en einnig eru leigðir tímar til almennings á kvöldin og um helgar. Sundlaugin er 25 m löng og við hana eru tveir heitir pottar, kalt kar, eimbað, vaðlaug og rennibraut. Við Íþróttamiðstöðina er íþróttavöllur, sparkvöllur og nýlegur körfuboltavöllur.

Ungmennafélagið Samherjar starfar í sveitarfélaginu. Félagið er með fjölbreytta starfsemi og nýtir íþróttamannvirki sveitarfélagins til æfinga, bæði yfir vetrar- og sumartímann. Heimasíðu Ungmennafélagsins Samherja má sjá hér. 

Sjá upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

Síðast uppfært 13. janúar 2026
Getum við bætt efni síðunnar?