Íþrótta- og tómstundamál

Eyjafjarðarsveit leggur áherslu á rækt við yngstu kynslóð sveitarfélagsins, bæði með öflugu skólastarfi og gróskumiklu íþrótta- og tómstundastarfi. Íþrótta- og tómstundanefnd (ITE) fer með málaflokkinn og eru helstu verkefni nefndarinnar skilgreind í erindisbréfi. Verkefni nefndarinnar eru fjölbreytt og má þar nefna umsjón árlegrar þátttöku í Kvennahlaupi ÍSÍ sem og útdeiling styrkja til ungra íþróttamanna í sveitarfélaginu en nefndin hefur styrkt þátttöku ungmenna í ferðum og námskeiðum ýmiskonar. Sjá nánar reglur um íþrótta- og tómstundastyrk

Til að fá íþrótta- og tómstundastyrk greiddan þarf að senda á skrifstofu:

  1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  2. Staðfestingu á greiðslu.
  3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging íþróttamannvirkja á svæðinu við Hrafnagilsskóla. Íþróttahúsið sjálft er allt hið glæsilegasta og salurinn löglegur til helstu keppnisíþrótta innanhúss. Húsið er notað til íþróttakennslu fyrir Hrafnagilsskóla en einnig eru leigðir tímar til almennings á kvöldin og um helgar. Sundlaugin er 25 m löng og við hana heitur pottur, vaðlaug og rennibraut. Við Íþróttamiðstöðina er íþróttavöllur og nýlegur sparkvöllur.

Ungmennafélagið Samherjar starfar í sveitarfélaginu. Félagið er með fjölbreytta starfsemi og nýtir íþróttamannvirki sveitarfélagins til æfinga, bæði yfir vetrar- og sumartímann. Heimasíðu Ungmennafélagsins Samherja má sjá hér. 

Sjá upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

 

Síðast uppfært 04. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?