Auglýsingablaðið

963. TBL 01. nóvember 2018 kl. 10:50 - 10:50 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
522. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. nóvember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Messa
Sunnudaginn 4. nóvember er messa allra heilagra í Munkaþverárkirkju kl. 20:30. Kórinn flytur kvæðið: Himinn yfir, huggast þú sem grætur við lag Daníels Þorsteinssonar.
Sr. Erla Björk Jónsdóttir, héraðsprestur á austurlandi, predikar.
Veitingar í boði sóknarnefndar í Kapítuli að lokinni athöfn.
Sóknarprestur

 

Félag aldraðra í Eyjafirði býður félögum sínum að heimsækja Listasafn Akureyrar fimmtudaginn 8. nóvember kl. 14:00. Kaffihús safnsins heimsótt á eftir.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir 6. nóv.
Stjórnin

 Lína Langsokkur í Freyvangi
Hún Lína heldur uppi fjörinu á fjölum Freyvangsleikhússins og heyra má hlátrasköll berast frá sviðinu víða um sveitina. Lína og vinir hennar eru orðin aldeilis spennt að sýna sig fyrir gestum, og sérstaklega krökkunum, því það er svo ótalmargt sem Línu langar að segja þeim frá. Eins og til dæmis hvernig eigi að haga sér í kökuboðum og hvernig maður dansar skottís!
Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember og verður þá heldur betur frumsýningarfjör og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14:00.

 Þátttökugjörningurinn Könnun - 8.11.18, kl. 21:00.
Við syðri endann á vegi 822 Kristnesvegi.
Hefur listamaðurinn Aðalsteinn þórsson byggt Miðstöð Einkasafns. Úti við Miðstöðina verður farið í leik/þáttökugjörning og inni verður svo hent í sýningu. Heitt kakó verður á boðstólum. Verið vel búin og vel skóuð. Gjörningurinn á sér stað úti í náttúrunni.
Einnig biðjum við gesti/þátttakendur að taka með sér símana, vel hlaðna!
Einkasafnið er safn afganga lífs Aðalsteins. Bæði afganga veraldlegrar neyslu hans sem og andlegrar.
Gjörningurinn er hluti af A! gjörningahátíð sem skipulögð er af Listasafninu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis og þú ert hjartanlega velkomin(n).
Með kærri kveðju, Aðalsteinn Þórsson.

 Snyrtistofan Sveitsæla – Lamb Inn, Öngulsstöðum
Feðradagurinn er 11. nóvember og því um að gera að gefa öllum feðrum dekur í tilefni dagsins. Gjafabréf er alltaf góð gjöf.
Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00-16:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn og símsvari eftir kl. 17:00. Facebook: Snyrtistofan Sveitasæla. Minni á hágæðavörurnar frá: 
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 Volare – Tilboð á kynningum: 
Foot Rescue; fótabað og apríkósukornaskrúbbur, lavender andlitsmaski, Dauðahafs handáburður og dag- og næturkrem.
Bókaðu kynningu og eigðu skemmtilega kvöldstund 😊
Upplýsingar og pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

Getum við bætt efni síðunnar?