Auglýsingablaðið

1043. TBL 20. maí 2020

Auglýsingablað 1043. tbl. 12. árg. 20. maí 2020.



Sveitarstjórnarfundur

551. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. maí og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Sumarstörf grunn- og framhaldsskólanema


Sumarstörf framhaldsskólanema 18 ára og eldri
Velferðarráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin munu í sumar standa fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Eyjafjarðarsveit tekur þátt í verkefninu og hefur fengið úthlutað 8 störfum. Sveitarfélagið býður námsmönnum, sem eru í námi nú á vorönn og munu halda áfram námi í haust, sumarstörf við ýmis verkefni.
Námsmenn verða að hafa lögheimili í Eyjafjarðarsveit til þess að geta sótt um starf.
Námsmenn verða að vera á milli missera eða skólastiga, þ.e.a.s. að vera að koma úr námi og á leiðinni í nám í haust. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis.
Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 25. maí nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi gegnum vef sveitarfélagsins www.esveit.is.

Vinnuskólinn
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2003, 2004, 2005 og 2006 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri, frá og með mánudeginum 8. júní.
Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 25. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.



Sleppingar

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Fjallskilanefnd.



Kæru félagar í Félagi eldri borgara

Nú ætlum við að byrja á göngutúrunum okkar. Virðum að sjálfsögðu 2 m regluna að mestu. Ætlunin var að byrja þrd. 2. júní, en byrjum viku fyrr, eða þriðjud. 26. maí kl. 20.00. Hittumst á austurbakkanum við Miðbrautina að venju. Síðan ætlum við að ganga göngustíginn í áföngum til Akureyrar.

2. júní Göngustígur frá Jólagarði.
9. ---- Svalbarðseyri, mæting við Vitann.
16. ---- Göngustígur frá Kristnesafl. syðri.
23. ---- Melgerðismelar við hliðið.
30. ---- Göngustígur Kristnesafl. ytri.
7. júlí Rifkelsstaðir hjá Völu.
14. --- Göngustígur frá Teigi.
21. --- Grundarskógur.
28. ---- Göngustígur ath.
4. ágúst Lystigarðurinn.
11. ---- Göngustígur ath.
18. ---- Leyningshólar.
25. ---- Göngustígur.



Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Minnum á opnunartímann:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 6:30-22:00
Föstudaga kl. 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00
Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.



Antik saumavél óskast

Óska eftir að kaupa antik saumavél, hafðu samband í síma 899-6290 eða sendu póst á vilborgdaniels@gmail.com.



Kæru sveitungar

Næstu daga ætlum við, nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla, að fara um sveitina og selja eldhús- og klósettpappír. Ef þið hafið áhuga á að kaupa pappír af okkur fyrir sumarið en eruð svo óheppin að vera ekki heima þegar bankað er upp á getið þið haft samband við skiptiborð skólans 464-8100 og talað við Nönnu ritara.
Við erum byrjuð að safna fyrir skólaferðalag okkar vorið 2021 og pappírssalan er liður í þeirri söfnun.
Með fyrirfram þökkum og góðum kveðjum, nemendur í 9. bekk.



HVER Á KÖTTINN?

Á þessi fallegi köttur einhversstaðar heima? Hann hefur komið hér nánast á hverju kvöldi eða nóttu frá því um miðjan vetur. En nú er komið varp hjá fuglum svo eitthvað þarf að gera. Vinsamlegast hafið samband ef þið kannist við hann. Emilía á Syðra-Hóli, s:899-4935.



VÖKULAND WELLNESS OG KYRRÐARHOFIÐ

~ DEKURDAGUR fyrir vinahópa, klúbba, sérhópa, einstaklinga, hjónahópa, pör osfrv.
~ BOWENMEÐFERÐ – mjúk og áhrifarík meðferð á nuddbekk, losar um bandvefinn, getur unnið á m.a. vöðvabólgu, fótapirring, orkuleysi, depurð, mígreni og fleira. Hver tími um 45/60 mín.
~ REGNDROPADEKUR – Slakandi Ilmkjarnaolíu meðferð á iljum og baki. Dásamleg meðferð fyrir þreyttan skrokk og stoðkerfi sem er undir álagi. Hver tími ýmist 90 /120mín.
Upplýsingar og bókanir á vefsíðunni www.eaglesnorth.is, og í s. 663-0498
Erum líka á facebook Vökuland guesthouse & wellness.
Sólveig Bennýjar, Vökuland Wellness og Kyrrðarhofið.



Snyrtistofan Sveitasæla

Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.



Volare – snyrtivörur fyrir húð og hár

Um næstu mánaðarmót hækkar verðskrá Volare, þannig að nú er um að gera að panta
t.d. sólarvörn og after sun fyrir sumarið eða bara fylla á lagerinn hjá sér. Nánari uppl.
og pantanir hjá Hrönn í síma 866-2796 eða með facebook skilaboðum á Hrönn Volare.



Gull, silfur, rósagull og Omnom súkkulaði - Öllum er velkomið að panta

Kvenfélagskonur á Íslandi, safna fyrir tækjum sem munu nýtast öllum konum hvort sem er við meðgöngu, fæðingu eða vegna kvensjúkdóma. Um er að ræða mónitora, ómtæki og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans.
Til sölu eru nokkrar týpur af armböndum og Omnom súkkulaði.
Allur hagnaður af sölu rennur beint í söfnunina.
Sjá nánar á heimasíðu Kvenfélagasambands Íslands https://kvenfelag.is/sofnun-2020.
Nánari upplýsingar/pantanir óskast sendar fyrir sunnudaginn 24. maí á idunnhab@gmail.com eða í síma 866-2796/Hrönn.
Kvenfélagið Iðunn.

 

Getum við bætt efni síðunnar?