Auglýsingablaðið

1064. TBL 29. október 2020

Auglýsingablað 1064. tbl. 12. árg. 29. okt. 2020.Sveitarstjórnarfundur

557. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. nóvember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2020

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum
6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.

Styrkur árið 2020 er fjárhæð 20.000 kr.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar – Umsóknir – Íþrótta- og tómstundastyrkur.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

 


Við þökkum frábærar viðtökur á TÆRINGU sem sýnd er á HÆLINU

Sýningar í fullum gangi, nánari upplýsingar og miðasala á mak.is.
Einungis 10 áhorfendur á hverri sýningu, allir með grímu og
sprittskylda við innganginn.
Sýningum lýkur í nóvember.

 


Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Er með opið og nota andlitsmaska við allar meðferðir og vil biðja kúnna að gera slíkt hið sama á þessum covid tímum. Kúnnar sem finna fyrir kvefeinkennum eru beðnir um að halda sig heima.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir. Nánari upplýsingar um meðferðir, verð og opnunartíma eru inná Facebook og hægt að senda mér skilaboð þaðan og panta tíma. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

 


Hrekkjavaka á Fimbul Café

Takið þátt í Hrekkjavökunni með okkur á Fimbul Café Lamb Inn laugardaginn 31. október frá kl. 16:00-20:00.
Hafið samband: 463-1500 eða info@fimbulcafe.com.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?