Auglýsingablaðið

1070. TBL 10. desember 2020

Auglýsingablað 1070. tbl. 12. árg. 10. des. 2020.Sundlaugin opnar í dag, fimmtudaginn 10. des.

Opnunartíminn verður eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-22:00
Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00

Þegar skólinn fer í jólafrí verður opið allan daginn, en það verður auglýst síðar ásamt jólaopnun.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður því miður áfram lokað en fram til 18. desember er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem er í láni verða framlengdir fram yfir jól.
Sennilega verður sama fyrirkomulag fram til 12. janúar en allar breytingar eru auglýstar strax á heimasíðu sveitarfélagsins og síðan í Auglýsingablaðinu.
Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman.
Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00.Opnunartími gámasvæðis

Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Opnunartími þess er kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum.
Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma.
Sveitarstjóri.Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit

Kynntu þér Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit neðst á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is.
Það má nálgast skemmtilegt úrval af vöru og þjónustu með gjafabréfinu og um leið styðja við verslun í heimabyggð.

Gjafabréfin eru til sölu á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10:00-14:00 alla virka daga, hvort sem er á staðnum eða með símtali.
Gjafabréfin eru send hvert á land sem er.
Sími: 463-0600. Tölvupóstur: esveit@esveit.isÞORRABLÓT 2021!!

HA?…má halda þorrablót?? Nei, nefnilega ekki.
Það er þess vegna með miklum trega sem þorrablótsnefnd tilkynnir að þorrablót Eyjafjarðarsveitar árið 2021 fellur niður.
Við hvetjum ykkur til að þiggja bólusetningu þegar þar að kemur, svo hægt verði að halda geggjað þorramótefnablót árið 2022.
Súrar sóttvarnarkveðjur frá Þorrablótsnefndinni.Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Tímum fyrir jólin fer fækkandi. Munið eftir möskum og haldið ykkur heima ef þið finnið fyrir einkennum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir, verð og opnunartíma eru inná Facebook og hægt að senda mér skilaboð þaðan og panta tíma.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9.00-17.00 á daginn.
Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.


Helgi og Beate verða með sína árlegu jólatrjáasölu í gamla góða vagninum sem staðsettur verður fyrir framan verslunina Flóru, Hafnarstræti 90. Auk jólatrjáa verða til sölu allrahanda heimagerðir gripir úr allrahanda hráefnum að vanda allt meira og minna ómissandi. Stór og smá tré eru á boðstólum, mest af blágreni, eitthvað af fjallaþin, furu og rauðgreni. Auk þess greinar (oft kallað greni, þó engar þeirra séu grenigreinar) með sér völdum jólailmi. Opið verður helgina 12.-13. des. og svo frá miðvikudeginum 16. des. til og með Þorláksmessu. Opið alla dagana frá kl. 13:00-18:00. En svo ber til, á þessum fordæmulausu jólatímum að POSI verður á staðnum.Hver á köttinn?

Þessi köttur var hér í fyrravetur og vor en sást lítið í sumar. Kom svo af og til í haust og eftir að fór að snjóa er hann hér og á næstu bæjum nær daglega. Vinsamlegast hafið samband ef þið kannist við köttinn.
Emilía á Syðra-Hóli s:899-4935.

 

Getum við bætt efni síðunnar?