Auglýsingablaðið

1077. TBL 27. janúar 2021

Auglýsingablað 1077. tbl. 13. árg. 27. jan. 2021.Sveitarstjórnarfundur

560. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. febrúar og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Safnið er opið fyrir almenning sem hér segir:
Þriðjudagar frá 16:00-19:00
Miðvikudagar frá 16:00-19:00
Fimmtudagar frá 16:00-19:00

Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur og tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.Kæru sveitungar

Á næstu dögum ætla nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla að fara um sveitina og bjóða til sölu eldhús- og klósettpappír. Einhverjir ætla frekar að hringja á bæina á svæðunum sínum og taka niður pantanir.
Ef þið eruð svo óheppin að vera ekki heima þegar þeir koma eða
hringja, en hafið áhuga á að styrkja ferðasjóðinn þeirra, getið þið hringt í skiptiborð skólans 464-8100 og pantað pappír hjá Nönnu ritara.
Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.


Frá Framsóknarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Í mars verður póstkosning þar sem kosið verður um sex efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september 2021.
Þeir sem vilja hafa áhrif þurfa að vera skráðir í Framsóknarflokkinn og eiga lögheimili í kjördæminu.
Hægt er að skrá sig í flokkinn fram á föstudag 29. janúar – kjörskráin lokar um miðnætti þann 29. jan.
Hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum https://framsokn.is/ganga-i-flokkin/

 

Getum við bætt efni síðunnar?