Auglýsingablaðið

1106. TBL 02. september 2021

Auglýsingablað 1106. tbl. 13. árg. 2. september 2021.



Sveitarstjórnarfundur
571. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. september og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Frá fjallskilanefnd:

Gangnadagar 2021
1. göngur verða gengnar 3.-5. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 17.-19. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 1. október. Stóðréttir verða 2. október.

Álagning fjallskila 2021
Gagnaseðlarnir eru komnir inn á heimasíðu sveitarfélagsins
https://www.esveit.is/is/moya/news/gangnasedlar-2021

Covid
Fjallskilanefnd minnir á að enn eru í gangi samkomutakmarkanir vegna Covid 19 og þarf því að halda utanaðkomandi mannskap við réttarstörf í lágmarki. Í réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 200 manns og ber réttastjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.


Vetraropnun hafin í sundlauginni
Vetraropnunartíminn er eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-19:00
Verið velkomin í sund

 


Sundlaug lokuð 6. og 7. sept vegna viðhalds
Vegna viðhalds verður sundlaugin lokuð þessa daga:
Mánudaginn 6. sept verður opið kl. 6:30-8:00 og svo lokað eftir það.
Þriðjudaginn 7. sept verður lokað allan daginn.
Opnum svo aftur á miðvikudeginum eins og vanalega.


Kvennahlaup ÍSÍ - Laugardaginn 11. september
Þann 11. september verður hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ. Við munum byrja á upphitun og svo byrjar hlaupið kl. 11:00. Vegalengdir verða 2,5 km og 5 km. Njótum útiveru í góðum félagsskap, hvort sem við göngum eða hlaupum. Nánari upplýsingar síðar.
Takið daginn frá.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið opnaði að nýju eftir sumarleyfi þann 1. september sl. Athugið breytta opnunartíma.
Safnið er lokað á mánudögum en annars opnar það klukkan 14.00.
Þriðjudaga er opið frá 14:00-17:00
Miðvikudaga er opið frá 14:00-17:00
Fimmtudaga er opið frá 14:00-18:00
Föstudaga er opið frá 14:00-16:00
Gott úrval af alls konar bókum og tímaritum, sjón er sögu ríkari.
Safnið er staðsett í kjallara íþróttahúss. Best er að aka niður með skólanum að norðan og ganga inn um austurinngang eða nota sundlaugarinnganga og ganga þaðan niður í kjallara.
Hlakka til að sjá gamla og nýja notendur.
Bókavörður.



Kvöldhelgistund í Grundarkirkju 5. september kl. 20:00
Frá og með 1. september leysir sr. Guðmundur Guðmundsson af sr. Jóhönnu Gísladóttur sem verður í fæðingarorlofi næstu 6 mánuði. Netfang hans er gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is og sími er 897 3302. Eydís Ösp Eyþórsdóttir mun annast barnastarf og fermingarfræðslu.

Fyrsta guðsþjónusta á misserinu í Eyjafjarðarsveit verður 5. september í Grundarkirkju kl. 20:00. Það verður helgistund með léttum söngvum við undirleik Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Foreldrar og fermingarbörn eru sérstaklega boðuð og verður stuttur fundur eftir helgistundina með sr. Guðmundi og Eydísi varðandi fermingarstörfin í vetur.
Nánari upplýsingar á facebook/Kirkjan í Eyjafjarðarsveit.



Markaður við Gallerýið að Teigi
Verð með markað 4. og 5. sept. við gallerýið að Teigi, kl. 13:00-17:00 báða dagana.
Margt á góðu verði; ómálað postulín, lífrænar gulrætur og nýjar kartöflur frá Ósi. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. ekki posi. Heitt á könnunni. Sjáumst hress, Gerða.


Leyfðu okkur að sjá um matseldina í hádeginu
Við ætlum að byrja með þá nýjung að opna eldhúsið á Kaffi kú í hádeginu, frá kl. 12:00 alla virka daga þar sem boðið er uppá hefðbundinn heimilismat.
Hugsunin er að íbúar sveitarinnar geti nýtt sér þessa þjónustu t.d. þegar þeir eru með iðnaðarmenn hjá sér í vinnu eða vilji bara sleppa við brasið við að elda sér mat í hádeginu og láta kokkana á Kaffi kú sjá um það fyrir sig.
Einnig er hægt að panta og fá matinn í brottnámsbakka.
Við þurfum þó smá fyrirvara ef ætlunin er að kíkja í mat.
Æskilegt er að panta eða láta vita af komu sinni fyrir kl. 10:00 í síma 779-3826.
Matseðil vikunnar má finna á facebooksíðunni Íbúar Eyjafjarðarsveitar.



Vilt þú taka þátt í öflugu hjálparstarfi í skemmtilegum félagsskap?
Lionsklúbburinn Sif (kvennaklúbbur) var stofnaður 29. nóv. 2018. Við erum 12 konur í klúbbnum og stefnum á að verða 20. Vetrarstarfið byrjar 8. sept. í Félagsborg
kl. 19:30. Í vetur munum við taka þátt í verkefnum eins og Bleiku slaufunni, Birkifræsöfnun og sölu á Rauðu fjöðrinni 2022, til styrktar Blindrafélaginu til kaupa á leiðsöguhundum. Einnig verðum við með fjáraflanir þar sem allur ágóði rennur í hjálparsjóð Lkl. Sifjar og auk þess gerum við okkur glaðan dag inn á milli verkefna.
Áhugasamar hafi samband í síma 866-2796 eða í tölvupósti á lions.hronn@gmail.com.


Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn mánud. 13. sept. kl. 20:00 í Freyvangi
Dagskrá: *Almenn aðalfundarstörf. *Stjórnarkosningar. *Önnur mál.
Allir velkomnir – Sjáumst í Freyvangi! Nýir sem og gamlir félagar velkomnir.
Heitt á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Freyvangsleikhússins.



Myndlistarnámskeið
Oleg Zubkov fæddist árið 1962, í Ulyanovsk, Rússlandi, en býr og starfar nú á Spáni. Hann lærði klassíska portrettmálun við listaháskólann í Pétursborg.
Árið 2011 fékk hann titilinn sigurvegari alþjóðlegu lista samkeppninnar ART - WEEK 2011, einnig hefur hann verið verðlaunahafi og sigurvegari í alþjóðlegum listasamkeppnum. Hann stofnaði listaháskóla á Spáni á þessu ári ásamt konu sinni Oksana Zubkov. Hann býður upp á kennslu í teikningu og portrait málun í raunsæis myndlist, helgarnámskeið verður á Brúnum 17.-19. sept.
Hvetjum við alla sem langar að læra meira og hafa áhuga á myndlist að skrá sig á osk.thorhallsdottir@gmail.com eða í síma 869-2179 (Ósk).

 

Getum við bætt efni síðunnar?