Auglýsingablaðið

1118. TBL 25. nóvember 2021

Auglýsingablað 1118. tbl. 13. árg. 25. nóvember 2021.

 


Sveitarstjórnarfundur
578. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, föstudaginn 26. nóvember og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Fullveldishátíð 2021 fellur niður
Menningarmálanefnd hefur ákveðið að aflýsa fullveldishátíð 1. desember vegna samkomutakmarkana og aðstæðna í þjóðfélaginu.
Við sendum sveitungum öllum góðar kveðjur í aðdraganda aðventunnar.
Menningarmálanefnd.

 


Lýðheilsustyrkur eldri borgara – frestur til 15. des.
Styrkur fyrir árið 2021 er fjárhæð 15.000kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
Til að fá styrkinn greiddan þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða.
2. Staðfesting á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

 

Íbúar í Eyjafjarðarsveit 60 ára +
Minnum á íþróttatímana á föstudögum kl. 10:45 í Íþróttahúsinu.
Þar mætir Helga Sigfúsdóttir sjúkraþjálfari og kennir okkur góðar og liðkandi æfingar.
Félag eldri borgara.

 

FEBE Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit heldur Litlujól á Brúnum þann 9. desember kl. 19:00.
Miðaverð er 7.500 kr. og er veglegt hlaðborð innifalið.
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. desember til Önnu í síma 848-1888, Benjamíns 899-3585 eða Leifs 894-8677.

 

Aðventukvöld fellur niður
Vegna Covid og sóttvarnareglna hefur verið ákveðið að fella niður aðventukvöldið í Grundarkirkju sem fyrirhugað var 5. desember nk.
Vonast er til að helgihald um jólin verði með hefðbundnum hætti.
Með bestu kveðjum, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.Bókakvöld á HÆLINU - fimmtudaginn 25. nóv. kl. 19:30
Höfundarnir Brynjólfur Ingvarsson, Hrund Hlöðversdóttir og Jón Gnarr kynna nýútkomnar bækur sínar, lesa jafnvel upp úr þeim og hver veit nema einhver eintök verði árituð og seld?
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Grímuskylda og sprittbrúsar verða um allt.
Nefndin.

 


Leiðisgreinar

Lionsklúbburinn Sif mun verða með leiðisgreinar til sölu í desember.
Nánar auglýst í næsta auglýsingablaði sem dreift verður 1. desember, með upplýsingum um pantanir og afhendingu.

 


Ævintýra- og spennubók fyrir ungmenni á öllum aldri eftir Hrund Hlöðversdóttur.
Bókin mín, ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan er komin út. Hún fjallar um fjórtán ára unglinga og byggir á þjóðsögunum. Svandís flytur út á land. Þar eignast hún vinina Brján og Sylvíu. Í kringum Svandísi er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem er annað en það sýnist vera. Svandís flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og glímir við ógurlegar kynjaskepnur. Áhugasamir geta keypt bókina í gegnum netfangið: hrund.hlodversdottir@gmail.com eða í síma: 699-4209.
Stykkjaverð 5.000 kr.

 


Gongslökun/Gongbað í fagurlega mongólska hofinu á Vökulandi
Alla þriðjudaga kl. 18:30 (6:30 pm).
Hljóð gongsins er óskilgreint. Líkaminn nýtur góðs af tíðninni sem
gongið gefur frá sér, verð: 2.000 kr. - Byrjum kl. 18:30.

Vistvæn Gjafabréf Vellíðunarsetursins í dekurstundir fyrir einstaklinga, pör, hópa.
Úrvalið er á facebooksíðu okkar Vökuland wellness vellíðunarsetur og www.vokulandwellness.is.
Bókanir og skilaboð á info@vokulandwellness.is.

 


Umsókn um styrk til menningarmála
Menningarmálanefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrki til menningarmála á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is.

Rafrænt eyðublað má nálgast undir dálknum stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni – umsóknir: https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-styrk-til-menningarmala

Úthlutunarreglur menningarsjóðsins má nálgast hér: https://www.esveit.is/static/files/ErindisbrefNefnda/Menningarsjodur.pdf

Óskað er eftir umsóknum fyrir síðustu úthlutun þessa árs eigi síðar en 7. desember.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?