Auglýsingablaðið

1145. TBL 01. júní 2022

Auglýsingablað 1145. tbl. 14. árg. 1. júní 2022.Sundlaug - Sumaropnun

Sumaropnun í sundlauginni hófst í dag miðvikudaginn 1. júní og er eftirfarandi:
Mánudaga - föstudaga kl. 6:30-22:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00

Hlökkum til að sjá ykkur í sundi í sumar.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.

 


Sleppingar

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Athygli er vakin á að vegna sveitarstjórnarkosninga hefur fjallskilanefnd ekki verið formlega skipuð og skal því beina fyrirspurnum til skrifstofu sveitarfélagsins að svo stöddu.
Sveitarstjóri.

 


Leikskólinn Krummakot vill ráða deildarstjóra í framtíðarstarf
Tvær 100% stöður deildarstjóra á yngstu deildir leikskólans þar sem að jafnaði eru um 10-12 börn. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku.

VIÐ MAT Á UMSÓKNUM ER HORFT TIL EFTIRFARANDI:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
• Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120.
Umsóknarfrestur er til 17. júní 2022.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar; esveit.is

 


Kattahald
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri.

 


Fermingarmessur í Grundarkirkju og Munkaþverárkirkju á hvítasunnudag
Fermd verða alls fimmtán ungmenni í tveim kirkjum í sveitinni á hvítasunnudag
5. júní. Prestur er Jóhanna Gísaldóttir, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson og Kór Laugalandsprestakalls syngur í báðum athöfnum.
Meðhjálpari í Grundarkirkju er Hjörtur Haraldsson.

Fermd verða í Grundarkirkju kl. 11:00
Eva Ævarsdóttir, Fellshlíð
Friðrik Bjarnar Dýrason, Brekkutröð 8
Heiðrún Jónsdóttir, Hrafnagili
Helga Dís Snæbjörnsdóttir, Meltröð 2
Hlynur Snær Elmarsson, Bakkatröð 6
Ívar Rúnarsson, Espiholti
Karólína Sæunn Guðmundsdóttir, Kotru 14
Marianna Nolsöe Baldursdóttir, Sunnutröð 9
Ósk Laufey Jónbjörnsdóttir, Brekkutröð 5
Ronja Sif Björk, Hjálmsstöðum
Sara Dögg Sindradóttir, Punkti
Þjóðann Baltasar Guðmundsson, Rökkurhöfða
Þórdís Anja Kimsdóttir, Bakkatröð 20

Fermdar verða í Munkaþverárkirkju kl. 13:30
Edda Ósk Þorbjörnsdóttir, Freyvangi
Elfa Rún Karlsdóttir, BorgJárna- og timburgámar

Járna- og timburgámum hefur verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,.
Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá.

• Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á.
• Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu.

Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám.

Fegrum umhverfið og flokkum rétt, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.Kæru söluaðilar matvöru og handverks í Eyjafjarðarsveit

Kvenfélagið Iðunn boðar áhugasama söluaðila í sveitinni á hugarflugsfund vegna markaðar sem verður 16. og/eða 17. júlí í Laugarborg (með möguleika á viðbótar stöðum). Fundurinn verður í Félagsborg fimmtudaginn 2. júní kl. 20:00.
Stjórn Iðunnar.Lionsklúbburinn Sif – Breyting á tíma og stað

Aðalfundurinn verður haldinn á Brúnum miðvikudagskvöldið 8. júní kl. 19:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Léttar veitingar.

Getum við bætt efni síðunnar?