Auglýsingablaðið

1154. TBL 17. ágúst 2022

Auglýsingablað 1154. tbl. 14. árg. 17. ágúst 2022.

 


S
veitarstjórnarfundur
592. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. ágúst og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin miðvikudaginn
31. ágúst nk. Farið verður um Skagafjörð og ekið fyrir Skaga. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Viðkomustaðir verða m.a. Búminjasafnið Lindabæ, Grettislaug Reykjaströnd, súpa og brauð í KK restaurant Sauðárkróki, Spákonuhof Skagaströnd, miðdegiskaffi í Skagabúð, Kálfshamarsvík, kirkjan í Ketu og svo kvöldverður á Löngumýri. Kostnaður á mann verður kr. 18.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 25. ágúst. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 25. ágúst til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.
Ferðanefndin.



Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg sunnudaginn 28. ágúst

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á sunnudaginn 28. ágúst í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast.
Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.


Kæru sveitungar
Er að leita að miðstöð fyrir olíukyndingu, er einhver sem á og vill gjarna losna við? Þarf að vera í lagi og nothæf.
Megið senda mér skilaboð eða hringja.
Sigríður Ásný Sólarljós – 863-6912.

Tónmenntakennari, afleysing frá október 2022
Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá október 2022 og nær ráðningin til 31. júlí 2023. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum er æskileg.

Leitað er eftir tónmenntakennara sem;

  • er tónlistarmenntaður.
  • sýnir metnað í starfi.
  • býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.

Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209.
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2022 og sótt er um með því að senda netpóst á netföngin, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.

Getum við bætt efni síðunnar?