Auglýsingablaðið

356. TBL 16. febrúar 2007 kl. 14:02 - 14:02 Eldri-fundur

FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI
Sunnudaginn 18.febrúar er messa í Grundarkirkju. Sr örn Friðriksson fyrrum prófastur í þingeyjarprófastdæmi predikar.
Vakin er athygli á tónlistinni sem við flytjum á sunnudaginn sem er eftirfarandi:
Sálmur 211
Laudate Dominum í anda Thaizé eftir Daníel þorsteinsson
Fræ í frosti sefur, franskt lag í útsetningu þorkels Sigurbjörnssonar
ó, höfuð dreyra drifið, úr Mattheusarpassíunni eftir J.S.Bach
Stabat Mater eða Stóð við krossinn mærin mæra eftir Zoltán Kodály
Sóknarprestur

-------

Starfsmenn Eyjafjarðarsveitar athugið !
árshátíð starfsmanna Eyjafjarðarsveitar verður haldin í Laugarborg laugardaginn 10. mars.
Takið daginn frá. - Nánar auglýst síðar.
 
-------

Kvenfélagið HJáLPin auglýsir !
Nú er komið að því að halda aðalfund☺. Hann er fyrirhugaður sunnudags-kvöldið 25. febrúar n.k. í Sólgarði (gengið inn að sunnanverðu) kl. 20:30.
Fyrir fundinum liggja venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem lagðar verða fram tillögur að lagabreytingum.  Félagar eru hvattir til að mæta vel og allir áhugasamir aðilar eru velkomnir að kynna sér starfsemi okkar, nú er lag !!!
Fyrir hönd stjórnar, Sigríður í Hólsgerði ☺ (sími 4631551).
 
-------
 
Athugið
Vilt þú sjá sjónvarp í stafrænum gæðum?
ég skal koma og mæla hvort þú getur séð Digital ísland.
Sími 694 8989 eftir kl 17 virka daga.
 
-------
 
Frá Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
 
Lausaganga hunda og katta.
Kvörtunum vegna lausra hunda og katta, sérstaklega í Reykárhverfinu, hefur fjölgað verulega að undanförnu. Fullyrt er að kettir séu mjög á þvælingi og sæki færis á að komast inn í hús. Sama eigi reyndar við um hunda. Mörgum er ekkert um þessi  gæludýr gefið, enda getur vissulega stafað af þeim ákveðin hætta a. m. k. óþægindi. Hunda- og kattabit og klór getur verið hættulegt og fyllst ástæða til að fara varlega gagnvart þessum dýrum þótt oftast séu þau til friðsemdar. þá skal á það bent að fleiri en marga grunar hafa ofnæmi fyrir hunda- og kattahári. Slíkt ofnæmi er hættulegt, getur valdið alvarlegri andnauð og er háalvarlegt mál.  
Eigendum hunda og katta er vinsamlegast bent á að þeim ber að sjá til þess að dýr þeirra valdi öðrum ekki óþægindum og sleppa þeim þar af leiðandi ekki lausum. Haldi kvartanir áfram að berast um ónæði af völdum þeirra verður gripið til þeirra aðgerða sem heimilaðar eru í samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit.

Flokkun úrgangs.
Vakin er athygli á að lögum samkvæmt ber að skila öllum spilliefnum til viðurkenndra móttökustöðva. Til spilliefna teljast m. a. rafgeymar, olíuúrgangur, málningarvörur o. fl. Endurvinnslan við Réttarhvamm á  Akureyri tekur við slíkum spilliefnum og olíusölustöðvum er skylt að taka við úrgangsolíu. Af og til ber það við að þessi úrgangur er settur í gáma eða skilinn eftir við hlið þeirra. það flokkast undir umhverfissóðaskap og ábyrgðarleysi.  íbúar Eyjafjarðarsveitar láta ekki slíkt um sig spyrjast og þeir fáu, sem ekki fylgja reglunum eru vinsamlegast beðnir að taka sig á.
Brotamálmun ber einnig að skila á sérstaka móttökustaði en ekki setja í gáma fyrir almennt sorp. Hringrás við Krossanesbraut tekur við öllum úrgangsmálmi og þar er opið alla virka daga frá kl. 08.00 – 18.00 og komast má inn á móttökusvæðið á laugardögum frá kl. 10.00 – 16.00.

Minkaveiðiátak.
Nú er að hefjast tilraunaverkefni sem hefur það að markmiði að útrýma mink á Snæfellsnesi og á Eyjafjarðarsvæðinu.  áætlað er að verkefnið standi í þrjú ár þ. e. 2007 – 2009. Umsjónarnefnd um þetta verkefni starfar á vegum umhverfisráðuneytisins sem síðan hefur gert samning við Umhverfisstofnun um skipulag veiðanna og framkvæmd á veiðihluta verkefnisins. Umhverfisstofnun mun annast ráðningu veiðimanna og leggur til sérstakan verkefnisstjóra sem stýrir framkvæmd verksins.
Einn eða fleiri lykilveiðimenn á hverju svæði stjórna veiðunum og annast samskipti við veiðimenn og verkefnisstjóra. Fylgja skal ströngum verklagsreglum um veiðina og skil á veiðidýrum. Meðan á veiðiátakinu stendur verður ekki öðrum en þeim, sem eru sérstaklega ráðnir til veiðanna, greidd veiðilaun.
Umhverfisyfirvöld binda miklar vonir við þetta verkefni og vænta þess að það geti leitt í ljós hvaða aðferðir duga best til að halda minkastofninum í lágmarki eða helst að útrýma honum alveg.
Sömu yfirvöld óska eftir góðri samvinnu við landeigendur um aðgang að landi þeirra meðan á veiðunum stendur. Bjarni Kristinsson, starfsmaður Eyjafjarðarsveitar, verður tengiliður við stjórnendur átaksins og veitir hann þeim sem þess óska frekari upplýsingar um allt sem að því lítur. Síma hans er 895 3253.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
 
-------

Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA
Verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20:00 á öngulsstöðum. á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins.
Deildarstjórn

-------

318. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 20. feb. 2007 kl. 20.00.
Dagskrá:
1.    Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 102. fundur, 14. feb. 2007.
2.    Fundargerð heilbrigðisnefndar, 98. fundur, 7. feb. 2007.
3.    Fundargerð stjórnar Eyþings, 179. fundur, 9. feb. 2007.
4.    Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga, 739. fundur, 8. des. 2006 og 740. fundar, 19. jan. 2007.
5.    Erindi hverfisfélags Brúnahlíðar, dags. 5. feb. 2007.
6.    Erindi stjórnar Foreldrafélags Krummakots, dags. 6. feb. 2007.
7.    Erindi SAMAN-hópsins dags. 25. jan. 2007, beiðni um fjárstyrk vegna forvarnarstarfs.
8.    Erindi Svövu Svavarsdóttur, dags. 7. feb. 2007, um skipulag í Leifsstaðabrúnum.
9.    Erindi Karls Karlssonar, dags. 5. feb. 2007, um afgreiðslu athugasemdar við tillögu að             Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
10.    Um Fjarskiptasjóð o. fl., minnisblað sveitarstjóra, dags. 14. feb. 2007.
11.    Um lagningu hitaveitu frá Hólsgerðislaug.
12.    Samgönguáætlun, framlög til tengivega, tillaga að ályktun.
13.    Um afslátt af fasteignaskatti til aldraðra og öryrkja.
Sveitarstjóri.


Getum við bætt efni síðunnar?