Fréttayfirlit

Sumarstarf - heimaþjónusta og fleira

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í heimaþjónustu. Starf í heima­þjónustu er um 60% en til greina kemur að ráða í allt að 100% starf og viðkomandi sinni þá öðrum verkefnum, t.a.m. á tjaldsvæði. Í starfinu felst að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, hefur almenna kunnátta við þrif og er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.
21.03.2018

Sumarstarf - flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.
21.03.2018

Umsóknir í Umhverfissjóð íslenskra fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins; https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/
19.03.2018

Atvinna - Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Forstöðumaður hefur meðal annars umsjón með reksti íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis ásamt því að hafa umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi.
16.03.2018

Kynningarfundur vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Laugarborg 21. mars 2018 vegna breytinga á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku.
16.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

Sveitarstjóri á leið til vinnu

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, Ólafur Rúnar Ólafsson, nýtti sér nýjan hjóla- og göngustíg á milli Hrafnagils og Akureyrar á leið til vinnu í morgun. Á föstudaginn sl. 9. mars tróð Skógræktarfélag Eyfirðinga skíðaspor frá Kjarnaskógi að Hrafnagili eftir hjóla- og göngustíg sem verður tilbúinn til notkunar sem slíkur síðar á þessu ári. Var gaman að sjá hve margir nýttu sér þetta í góða veðrinu um helgina.
12.03.2018

Reikningar í rafræn skjöl

Ákveðið var að hefja birtingu reikninga í rafrænum skjölum í heimabanka og munu hér eftir allir reikningar útgefnir af sveitarfélaginu birtast í rafrænum skjölum. Farið var af stað með verkefnið í febrúar og eru einhverjir reikningar nú þegar aðgengilegir í rafrænum skjölum. Er það von okkar að þetta geri reikninga aðgengilegri auk þess að vera umhverfisvænn kostur. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru eins og áður aðgengilegur á island.is.
09.03.2018

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fram og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins.
08.03.2018
Svæðisskipulagsauglýsingar

Umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki barna

Nú er hægt að senda inn umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki barna rafrænt.
08.03.2018

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Krummakot.
28.02.2018