Fréttayfirlit

Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar

Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur undanfarið unnið að nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið og hefur sveitarstjórn nú samþykkt töllögur nefndarinnar að Nýsköpunarstefnu Eyjafjarðarsveitar.
12.06.2025
Fréttir

Skipulagsnefnd og sveitarstjórn í sumarfrí 23. og 26. júní

Síðasti fundur skipulagsnefndar fyrir sumarfrí verður haldinn mánudaginn 23.júní og sveitarstjórnar þann 26.júní. Fullbúin erindi vegnas skipulagsmála þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 18.júní á sbe@sbe.is svo þau geti ratað fyrir fundinn. Fyrirhugað er að sveitarstjórnarstarf hefjist aftur um miðjan ágúst að loknu sumarfríi.
12.06.2025
Fréttir

Tímabundin staða kennara við Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Við óskum eftir að ráða í stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi skólaárið 2025 - 2026. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir kennara sem er faglegur og sjálfstæður í vinnubrögðum, kveikir áhuga nemenda og sýnir góðvild og festu.
10.06.2025
Fréttir

Eyjafjarðarsveit sækir Vestnorden ferðaráðstefnuna

Eyjafjarðarsveit mun sækja ferðaráðstefnuna Vestnorden sem hefst í lok september á Akureyri. Sveitarstjóri mun sækja ferðaráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins og þeirra þjónustuaðila sem hér starfa og er þannig lögð áhersla á að kynna sveitarfélagið í heild sem góðan stað fyrir ferðaþjónustuaðila.
06.06.2025
Fréttir

10 ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Ómar Ólafsson átti á dögunum 10 ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit. Af því tilefni var slegið upp veislu til heiðurs Ómari. Ómar hefur verið ákaflega farsæll í sínum störfum í íþróttamiðstöðinni, er vinsæll meðal gesta og samstarfsfélaga og nýtur virðingar nemenda Hrafnagilsskóla. Eyjafjarðarsveit óskar Ómari innilega til hamingju með þessi tímamót og hlakkar til að njóta starfskrafta hans áfram.
05.06.2025
Fréttir

Kæru sveitungar - Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn á meðan við vorum að safna í ferðasjóðinn okkar s.l. skólaár. Við fórum í skólaferðalagið núna í maí þar sem við gerðum margt mjög skemmtilegt. Það hefðum við ekki getað gert ef þið hefðuð ekki verið svona dugleg að kaupa af okkur pappír og fl. :-) Bestu kveðjur og óskir um gleðiríkt sumar, Alexander, Amý, Anna G., Anna S., Anton, Aron, Ágústa, Benjamín, Berglind, Emelía, Emma, Frans, Katrín, Logi, Ólöf, Rakel, Sunna og Sölvi
05.06.2025
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar uppfærð - kynning

Sveitarstjórn hefur tekið fyrir drög að uppfærslu umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið og verður hún til kynningar hér á vefnum til og með 19.júní og gefst íbúum og öðrum áhugasömum að koma með ábendingar vegna hennar fram að því.
05.06.2025
Fréttir

Tryggvi Jóhann Heimisson hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsmat í skólaíþróttum

Tryggvi íþróttakennari við Hrafnagilsskóla hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi beitingu námsmats í skólaíþróttum þann 28. maí síðastliðinn. Viðurkenningin er veitt af Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem vill með henni varpa ljósi á áhrifaríkar og hvetjandi aðferðir við kennslu í skólaíþróttum. Í ár var óskað eftir umsóknum og tilnefningum sem lýsa framúrskarandi notkun námsmats og voru íþróttakennarar heiðraðir sem hafa nýtt námsmat á árangursríkan og hvetjandi hátt fyrir nemendur í skólaíþróttum og þannig skapað jákvætt námsumhverfi í faginu.
03.06.2025
Fréttir

Fundarboð 657. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 657. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. júní 2025 og hefst kl. 08:00.
03.06.2025
Fréttir

Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 652. fundi sínum þann 27. mars sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2025-2037 í kynningu samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
02.06.2025
Fréttir