Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit tekur upp Hvata/Abler frístundakerfið

Frá og með áramótum hefur Eyjafjarðarsveit tekið upp notkun Hvata/Abler frístundakerfisins til að halda utan um íþrótta- og tómstundastyrki barna. Með breytingunni er horfið frá beingreiðslum til forráðamanna gegn framvísun kvittana og í staðinn geta þeir ráðstafað styrknum rafrænt til niðurgreiðslu æfinga- og þátttökugjalda í gegnum Abler frístundakerfið.
09.01.2026
Fréttir

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir stöðu á skrifstofu embættisins til umsóknar.
08.01.2026
Fréttir

Sundlaugin lokar kl. 17 á laugardaginn 31.01.2026

Vegna Þorrablóts Eyjafjarðarsveitar lokar sundlaugin kl. 17 laugardaginn 31. janúar n.k. Sundlaugin opnar aftur kl. 10 sunnudagsmorguninn 1. febrúar, en íþróttasalurinn verður lokaður lengur fram eftir degi.
29.01.2026
Fréttir

Fundarboð 669. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - leiðrétt dagsetning

FUNDARBOÐ 669. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 29. janúar 2026 og hefst kl. 08:00.
27.01.2026
Fréttir

Þarftu að bregðast við?

Á heimasíðu Símans kemur fram að það styttist óðum í að 3G kerfi Símans verði lokað um land allt sem þýðir að búnaður sem styður aðeins 3G eða eldri tækni mun hætta að virka. Því er mikilvægt að þú skiptir þeim tækjum út, því annars átt þú á hættu að missa farsímasamband.
21.01.2026
Fréttir

Lokað verður á bókasafninu vikuna 20.-23. janúar 2026

Lokað verður á bókasafninu vikuna 20.-23. janúar 2026 vegna veikinda. Beðist er velvirðingar á því.
20.01.2026
Fréttir

Lokað verður á bókasafninu í dag 16. janúar 2026

Lokað verður á bókasafninu í dag föstudaginn 16. janúar 2026 vegna veikinda. Beðist er velvirðingar á því.
16.01.2026
Fréttir

Lokað á bókasafninu í dag 15.01.26

Vegna óviðráðanlegra orsaka er lokað á bókasafninu í dag fimmtudaginn 15.01.2026. Beðist er velvirðingar á því.
15.01.2026
Fréttir

Sækja þarf ný klippikort í febrúar

Athygli fasteignaeigenda er vakin á því að ekki er unnt að sækja ný klippikort fyrir gámasvæðið fyrr en eftir 1. febrúar þar sem álagning fasteignagjalda fer fram í febrúar ár hvert. Þeir sem sóttu sér kort fyrir áramót eiga að geta nýtt þau áfram út janúar.
13.01.2026
Fréttir