Fréttayfirlit

Fundarboð 658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 658. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. júní 2025 og hefst kl. 15:00.
24.06.2025
Fréttir

Tilkynning frá RARIK um rafmagnsleysi á parti í Hrafnagilshverfi miðv.d. 25.06 milli kl. 10 og 12

Ath. að sími og netsamband á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa mun liggja niðri á þeim tíma.
24.06.2025
Fréttir

Heitavatnsrof í Hrafnagilshverfi þriðjudaginn 24.júní

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn í og við Hrafnagilshverfi þriðjudaginn 24.06.25 frá kl. 08:30-16:00 eða á meðan vinnu stendur. Góð ráð við hitaveiturofi má finna inná heimasíðu Norðurorku á www.no.is
23.06.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit - lausar stöður í móttökueldhús og blönduð störf

Leikskólinn Krummakot flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem öll aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk verður til fyrirmyndar og hugað er sérstaklega að góðri hljóðvist og lýsingu.
23.06.2025
Fréttir

Hver er staða handverksfólks á Íslandi? Könnunin er opin til 22. júní 2025

Núna er í gangi vinna til að efla íslenskt handverk sem atvinnugrein. Eitt af fyrstu skrefunum er þarfagreining og er m.a. kallað eftir svörum handverksfólks í eftirfarandi könnun. Niðurstöðurnar verða mikilvægt innlegg í opinberri umræðu um stöðu handverks á Íslandi.
19.06.2025
Fréttir

Íþróttamiðstöðin lokuð þriðjudaginn 24. júní fram eftir degi 

Vegna vinnu Norðurorku við heitavatnslögn í Hrafnagilshverfi verður íþróttamiðstöðin lokuð frá kl. 8.00 þriðjudaginn 24. júní og fram eftir degi. Upplýsingar verða uppfærða á Facebook-síðu íþróttamiðstöðvarinnar "Íþróttamiðstöðin Hrafnagilshverfi" um leið og opnað verður á nýjan leik. Vakin er athygli morgunhana á því að opið verður frá kl. 6.30 - 8.00 um morguninn.
19.06.2025
Fréttir

Kort­lagn­ing rækt­un­ar­lands - til­gátu­vefsjá opn­uð

Eyjafjarðarsveit hvetur landeigendur til að kynna sér tilgátuvefsjá með grunnflokkun landbúnaðarlands sem unnin hefur verið af Eflu fyrir Land og Skóg og koma með ábendingar í gegnum tilgátufefsjána sem nálgast má neðst í fréttinni.
19.06.2025
Fréttir

Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar

Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur undanfarið unnið að nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið og hefur sveitarstjórn nú samþykkt töllögur nefndarinnar að Nýsköpunarstefnu Eyjafjarðarsveitar.
12.06.2025
Fréttir

Skipulagsnefnd og sveitarstjórn í sumarfrí 23. og 26. júní

Síðasti fundur skipulagsnefndar fyrir sumarfrí verður haldinn mánudaginn 23.júní og sveitarstjórnar þann 26.júní. Fullbúin erindi vegnas skipulagsmála þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 18.júní á sbe@sbe.is svo þau geti ratað fyrir fundinn. Fyrirhugað er að sveitarstjórnarstarf hefjist aftur um miðjan ágúst að loknu sumarfríi.
12.06.2025
Fréttir

Tímabundin staða kennara við Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Við óskum eftir að ráða í stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi skólaárið 2025 - 2026. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir kennara sem er faglegur og sjálfstæður í vinnubrögðum, kveikir áhuga nemenda og sýnir góðvild og festu.
10.06.2025
Fréttir