Fréttayfirlit

Stóri plokkdagurinn

Fjölmargir íbúar Eyjafjarðarsveitar tóku til hendinn við að tína rusl og hreinsa til í kringum sig á stóra plokkdeginum sem jafnframt var dagur umhverfisins. Margar hendur vinna létt verk. Umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið.
05.05.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þá er safnið opið að nýju fyrir almenning en þó aðeins á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00. Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegar eru, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur. Einnig höldum við í heiðri tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax. Síðasti opnunardagur á þessum vetri er fimmtudagurinn 28. maí.
05.05.2020
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar opnar aftur

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður opnuð aftur mánudaginn 4.maí eftir lokun í samkomubanni. Opið er frá 10-14 alla virka daga.
30.04.2020
Fréttir

Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla – Umsóknarfrestur til og með 9. maí

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar. Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum. Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst. Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði. Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.
27.04.2020
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2020

Dagana 4. – 8. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2014) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100. Skólastjóri
27.04.2020
Fréttir

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
22.04.2020
Fréttir

Gleðilegt sumar

Nú er snjórinn óðum að hverfa í sveitinni og þá kemur gjarnan í ljós ýmislegt rusl í vegköntum, rúlluplast á girðingum og kerfill hér og þar. Umhverfisnefndin vill hvetja íbúa til að tína rusl og stinga upp illgresi í kringum sig. T.d. er kjörið að nýta „Dag umhverfisins“, laugardaginn 25. apríl, til útveru og tiltektar en þá er jafnframt „Stóri Plokkdagurinn“ sem er landsátak í ruslatínslu. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar
22.04.2020
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
08.04.2020
Fréttir