Fréttayfirlit

Hreyfistyrkur til eldri borgara, íbúar á aldrinum 6-9 ára fá frítt árskort og námsmenn 50% afslátt af árskorti

Eldri borgarar í Eyjafjarðarsveit fá hreyfistyrk gegn kaupum á árskorti í sundlaug og líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins frá og með 1.janúar 2021 og börn á aldrinum 6-9 ára sem búa í sveitarfélaginu fá frítt árskort.
08.01.2021
Fréttir

Fékk styrk frá Matvælasjóði Íslands og kannar nú áhuga á þátttöku í deilieldhúsi

Einar Örn Aðalsteinsson fékk á dögunum styrk frá Matvælasjóð Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðargreina uppsetningu deilieldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og á huga á aðstöðunni.
08.01.2021
Fréttir

Hlaut skólastyrk fyrir masternámi í Royal Music College í London

Á Akureyri.net má finna viðtal við Hauk Sindra Karlsson (Öngulsstöðum) sem nýverið fékk inn í masternám í kvikmyndagerðartónlist við Royal Music College í London og í kjölfar þess þann mikla heiður að hljóta styrk til námsins frá skólanum.
08.01.2021
Fréttir

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur unglingastigs bjóða til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir miðvikudaginn 13. janúar. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt.
05.01.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður því miður áfram lokað en fram til 14. janúar er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Í næstu viku verður staðan tekin og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður en allar breytingar eru auglýstar strax á heimasíðu sveitarfélagsins og síðan í Sveitapóstinum. Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman. Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00.
05.01.2021
Fréttir