Fréttayfirlit

Kærar þakkir til starfsmanna, foreldra og barna á Krummakoti

Mikill fjöldi Covid tilfella hafa gengið yfir leikskólann Krummakot í undanfarinni viku og hófst ný vika á sömu nótum. Nú eru 11 starfsmenn fjarverandi vegna faraldursins og fjöldi barna. Starfsmenn skólans hafa gert sitt besta við að halda starfseminni gangandi og hafa fengið mjög svo mikils metna aðstoð frá foreldrum sem létt hafa á starfseminni með því að draga úr veru barna sinna á leikskólanum meðan ástandið gengur yfir.
08.02.2022
Fréttir

Land fyrir athafnasvæði norðan Miðbrautar

Sveitarfélagið leitar eftir að fá keypt land undir athafnasvæði. Leitað er eftir hið minnsta 10 hekturum á svæðinu norðan Miðbrautar, mikilvægt er að gott aðgengi sé að landinu frá Eyjafjarðarbraut. Áhugasamir landeigendur hafi samband við sveitarstjóra í síma 463-0600 eða með tölvupósti á sveitarstjori@esveit.is. Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri
08.02.2022
Fréttir

Fundarboð 581. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 581 FUNDARBOÐ 581. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. febrúar 2022 og hefst kl. 8:00 Dagskrá Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 360 - 2202001F 1.1 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis 1.2 2201022 - Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf 1.3 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 1.4 2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit 1.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 2. Framkvæmdaráð - 115 - 2201006F 2.1 2111027 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir 2.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 2.3 2201005 - Framkvæmdaáætlun 2022 Fundargerðir til kynningar 3. SSNE - Fundargerð 34. stjórnarfundar - 2202005 4. Norðurorka - Fundargerð 270. fundar - 2202006 Almenn erindi 5. Molta ehf. brottfall kaupsréttar - 2201020 6. Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli - 2201017 7. Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða - Samstarfssamningur - 2202008 8. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 9. SSNE - Kjördæmadagur 15. febrúar 2022 - 2202009 10. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Viðræður um þjónustusamning - 2202010 11. Ölduhverfi - samkomulag um uppbyggingu - 2106001 12. Samband íslenskra sveitarfélaga - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð - 2202002 8. febrúar 2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
08.02.2022
Fréttir

Sorphirða frestast sunnan Miðbrautar í dag

Sorphirða sunnan Miðbrautar frestast vegna veður og færðar í dag. Farið verður af stað á morgun ef veður og færð leyfa. Terra
07.02.2022
Fréttir

Allt skólahald fellur niður á mánudag og sundlaug lokuð fyrripart dags

Aftakaveður er í kortunum og hafa almannavarnir gefið út viðvörun fyrir morgundaginn. Af spánni að dæma og samtali við Vegagerðina er útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu og víðar fram eftir degi og mun því allt skólahald liggja niðri á morgun. Þá verður sundlaugin lokuð í fyrramálið en stefnt er að því að opna hana klukkan 14 ef veður og færð leifa og verður nánar tilkynnt um það á morgun.
06.02.2022
Fréttir

Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. janúar sl. að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
01.02.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar