Fréttayfirlit

Mið- og framhaldstónleikar TE

Heil og sæl, nemendur, foreldrar og kennarar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kæru sveitungar. Á morgun þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00 verða haldnir árlegir Mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg. Eins og nafnið bendir til koma fram flestir lengra komnir nemendur skólans. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá höfunda allt frá Haydn, Mozart og Beethoven með viðkomu hjá Sigfúsi Halldórssyni og Adele svo einhverjir séu nefndir. Við heyrum m.a. píanóleik, strengjaleik, brass og tréblástur sem og klassískan og rythmískan söng. Allir hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og óskum flytjendum góðs gengis. Toj, Toj! Góðar kveðjur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
21.03.2022
Fréttir

Forstöðumaður meðferðarheimilis

Ný stofnun Barna- og fjölskyldustofa tók til starfa þann 1. janúar 2022. Stofnuninni er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir unglinga.
17.03.2022
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun – ábendingar varðandi heimreiðar

Kæru íbúar, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar er nú á lokametrunum við gerð umferðaröryggisáætlunar í sveitarfélaginu. Kallað er eftir ábendingum frá íbúum og vegfarendum um hættulegar heimreiðar. Við ábendingarnar skal taka mið af eftirfarandi forsendum: 1. Óskráð en þekkt slys eru á heimreiðinni 2. Aðkoma að þjóðvegi er brött 3. Stefna gatnamóta við þjóðveg er ekki í um það bil 90 gráðum 4. Heimreið frá þjóðvegi og niður að húsum er brött og í beinni stefnu að húsi 5. Heimreið er brött og með hættulegri beygju Ábendingar sendist á finnur@esveit.is merkt Umferðaröryggisáætlun
17.03.2022
Fréttir

Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2022 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í auglýsingu.
15.03.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Störf óháð staðsetningu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

"Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu." Sjá nánar hér https://www.samband.is/frettir/ert-thu-snillingur/
15.03.2022
Fréttir

Sumarstörf 2022

Erum að ráða í nokkur sumarstörf í okkar frábæra umhverfi í Eyjafjarðarsveit. Góð laun í fjölbreyttum störfum sem veita góða reynslu.  Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar - 100% vaktavinna. Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar - 100% vaktavinna. Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar - 100% dagvinna - stjórnunarstarf. Sendu okkur umsókn á erna@esveit.is
10.03.2022
Fréttir

Flóttafólk frá Úkraínu

Á fundi sveitarstjórnar nú í morgun var einhugur um að styðja við móttöku flóttafólks frá Úkraínu og fól sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna áfram með það.
10.03.2022
Fréttir

Bókasafnið er lokað í dag 10. mars en opið á morgun milli kl. 14:00-16:00.

Bókasafnið lokað í dag 10. mars en opið á morgun milli kl. 14:00-16:00.
10.03.2022
Fréttir

Fundarboð 583. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 583 FUNDARBOÐ fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 10. mars 2022 og hefst kl. 8:00. Dagskrá Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 362 - 2203002F 1.1 2202019 - Akureyrarbær - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höefnersbryggju 1.2 2202020 - Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu 1.3 2203002 - Kambur - nýskráning bújarðar 1.4 2201022 - Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf 1.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 1.6 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 1.7 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 1.8 2202018 - Kotra - framkvæmdaleyfi fráveitna 2022 Fundargerðir til kynningar 2. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 907 - 2203001 Almenn erindi 3. Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2112006 4. Ölduhverfi samningur um uppbyggingu íbúðahverfis - 2203003 5. Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - göngu- og hjólaleiðir og áningastaðir - 2010030 6. Málefni flóttafólks frá Úkraínu - 2203004 7. Öldungaráð – 2202017 8.03.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
08.03.2022
Fréttir

Öskudagur 2022

Það er alltaf líf og fjör á Öskudaginn í Eyjafjarðarsveit. Flottir flokkar af allskonar kynjaverum kíktu á skrifstofuna í morgun og sungu fyrir góðgæti að launum. Þökkum kærlega fyrir innlitið og sönginn. Hér eru nokkrar myndir. Það er opið til kl. 14:00 í dag ef einhverjir vilja koma við á heimleiðinni. Starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
02.03.2022
Fréttir