Fréttayfirlit

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2022

Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2016) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
19.04.2022
Fréttir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnakosninga

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og verður hægt að kjósa á skrifstofum sýslumannsembættisins á Akureyri, Húsavík og Siglufirði mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00, og á Þórshöfn, alla virka daga frá kl. 10:00 - 14:00. Þegar nær líður kjördegi verða nýir kjörstaðir auglýstir sérstaklega á vefsíðunni www.kosning.is og víðar. Lengdur opnunartími tvær síðustu vikurnar fyrir kjördag verður jafnframt auglýstur síðar. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.
19.04.2022
Fréttir

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit. Skipulagssvæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tekur skipulagstillagan til sex nýrra íbúðarlóða auk þess sem fyrri áfangar íbúðarbyggðar í Kotru eru felldir undir hið nýja skipulag.
12.04.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Hrafnagilshverfi, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2022 að auglýsa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Hrafnagilshverfi. Skipulagsverkefnið hófst sumarið 2020 og er markmið þess að marka heildstæða stefnu fyrir uppbyggingu og þróun Hrafnagilshverfis til lengri tíma litið.
12.04.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Skrifað undir samning um uppbyggingu Ölduhverfis

Í dag skrifuðu Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Viðar Helgason, stjórnarmaður í Ölduhverfi ehf., undir samning um uppbyggingu um 200 íbúða hverfis í landi Ölduhverfis að Kroppi.
11.04.2022
Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2022 - Framboðslistar

Sveitarstjórnarkosningar 2022 fara fram laugardaginn 14. maí nk. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út í dag föstudaginn 8. apríl.  Í Eyjafjarðarsveit verða tveir listar í framboði F-listinn og K-listinn. Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér að neðan. F-listinn 1 Hermann Ingi Gunnarsson 060187-4369 Bóndi Klauf 2 Linda Margrét Sigurðardóttir 260183-3899 Sérfræðingur Kroppi 3 Kjartan Sigurðsson 140189-3329 Fyrirtækjaráðgjafi Syðra-Laugalandi efra 4 Berglind Kristinsdóttir 270685-2859 Bóndi Hrafnagili 5 Anna Guðmundsdóttir 110749-4229 Frv.aðst.skólastj./Býflugabóndi Reykhúsum ytri 6 Hákon Bjarki Harðarson 211180-4639 Bóndi Svertingsstöðum 2 7 Hafdís Inga Haraldsdóttir 310873-5199 Framhaldskólakennari Hjallatröð 2 8 Reynir Sverrir Sverrisson 101294-2429 Bóndi Sámsstöðum 3 9 Rósa Margrét Húnadóttir 291082-4599 Þjóðfræðingur Brekkutröð 5 10 Gunnar Smári Ármannsson 300801-3740 Bóndi Skáldsstöðum 2 11 Susanne Lintermann 110884-4199 Landbúnaðarfræðingur Dvergsstöðum 12 Bjarki Ármann Oddsson 060186-3329 Forstöðumaður Ártröð 5 13 Jóhanna Elín Halldórsdóttir 230471-5339 Danskennari og snyrtifræðingur Borg 14 Jón Stefánsson 120260-2199 Byggingariðnfræðingur Berglandi K-listinn 1 Ásta Arnbjörg Pétursdóttir 061074-5899 Fjölskyldufræðingur/Bóndi Hranastöðum 2 Sigurður I. Friðleifsson 171074-5099 Framkvæmdastjóri Hjallatröð 4 3 Sigríður Bjarnadóttir 171267-2939 Brauarstjóri/Framkvæmdastjóri Hólsgerði 4 Guðmundur S. Óskarsson 150672-5629 Bóndi/Vélfræðingur Hríshóli II 5 Sóley Kjerúlf Svansdóttir 120789-4229 Sérkennslustjóri Jódísarstöðum 3 6 Eiður JÓnsson 300982-4339 Verksstæðisformaður Sunnutröð 2 7 Margrét Árnadóttir 170773-5869 Söngkennari Þórustöðum 6 8 Þórir Níelsson 090580-3539 Bóndi/Rennismiður Torfum 9 Elín M. Stefánsdóttir 080271-5579 Bóndi Fellshlíð 10 Jón Tómas Einarsson 311082-3379 Kvikmyndagerðarmaður Sunnutröð 8 11 Rósa S. Hreinsdóttir 190368-5649 Bóndi Hallldórsstöðum 2 12 Benjamín Ö. Davíðsson 120279-3439 Skógræktarráðgjafi Víðigerði II 13 Jófríður Traustadóttir 301044-4029 Heldri borgari Tjarnalandi 14 Aðalsteinn Hallgrímsson 120455-2069 Bóndi Garði
08.04.2022
Fréttir

Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Páskaeggjaleit

14.-18. apríl - Páskaeggjaleit. Um Páskana verður opið á Smámunasafni Sverris Hermannssonar, Sólgarði, Eyjafjarðasveit. Opnunartími milli kl. 13 og 17 alla daga frá Skírdegi til annars í Páskum. Í boði er páskaeggjaleit og ratleikur fyrir börnin, leiðsögn um safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar sveitavöfflur og kaffi á Kaffistofu safnsins. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.  
08.04.2022
Fréttir

Fundarboð 585. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 585. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. apríl 2022 og hefst kl. 8:00.
05.04.2022
Fréttir

Auglýsingablaðið um páskana

Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 mánudaginn 11. apríl fyrir blaðið sem dreift verður daginn eftir. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 18. apríl fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 22. apríl. Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is , hámarksstærð auglýsinga er 100 orð. Sjá nánar á https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/auglysingabladid
05.04.2022
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni

14.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 15.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 16.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 17.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 18.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
05.04.2022
Fréttir