Fréttayfirlit

Opinn kynningarfundur vegna Ölduhverfis í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022. Þar munu fulltrúar sveitarstjórnar og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillögurnar og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum. Skipulagsfulltrúi.
17.11.2022
Fréttir

Lýðheilsustyrkir Eyjafjarðarsveitar - umsóknarfrestur til og með 15. desember 2022

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022. Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni. Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022 Lýðheilsustyrkur eldri borgara Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
10.11.2022
Fréttir

Fundarboð 598. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 598 FUNDARBOÐ 598. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. nóvember 2022 og hefst kl. 08:00.
08.11.2022
Fréttir

Nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis tekur gildi

Þann 11.nóvember næstkomandi tekur í gildi nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar þann 11.nóvember 2019.
07.11.2022
Fréttir

Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 8. september 2022 að kynna drög að aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Ölduhverfi í landi Kropps fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
07.11.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Lausar lóðir í Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í Hrafnagilshverfi með fyrirvara um samþykki deiliskipulags sem fer í auglýsingu þann 11.nóvember næstkomandi. Áhugasamir geta sótt um lóðir til og með 14.nóvember 2022.
07.11.2022
Fréttir

Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2022

Eins og í fyrra, ætlum við að taka þátt í landsátakinu í sundi. Þá skrá allir hvað þeir synda og í fyrra syntu landsmenn 11,6 hringi í kringum landið. Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Á síðunni www.syndum.is er hægt að fylgjast með hvernig gengur í átakinu. Þar er einnig hægt að búa til aðgang til þess að skrá hversu mikið er synt. Fyrir þá sem kjósa það heldur, þá verðum við með skráningarblað í afgreiðslunni þar sem fólk getur skráð vegalengdirnar. Við sendum svo þær skráningar inn vikulega. Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. Verum dugleg að synda og vonandi taka sem flestir þátt
01.11.2022
Fréttir

Fundarboð 597. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 597 FUNDARBOÐ 597. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. nóvember 2022 og hefst kl. 08:00.
01.11.2022
Fréttir

Gámasvæðið flutt norður fyrir Bakkatröð - opið í dag

Vegna framkvæmda við Eyjafjarðarbraut vestri og tengingar hennar við Hrafnagilshverfi verður gámasvæðið opið í dag á nýrri staðsetningu, norðan við Bakkatröð, á venjulegum opnunartíma kl. 13:00-17:00. Beðist er velvirðingar á því að afgreiðsla/aðstoð gæti verið gloppótt þar sem verið er að klára flutningana. Nánari upplýsingar gefur Halli í síma 893-0503.
25.10.2022
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Viðtalstímar og ráðgjöf

Ert þú með hugmynd að verkefni? Dagana 25. -28. október nk. ferðast ráðgjafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um landshlutann og bjóða upp á viðtalstíma og persónulega ráðgjöf. Fimmtudagur 27. október Eyjafjarðarsveit kl. 9:00 - 10:30 Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9
24.10.2022
Fréttir